laugardagur, desember 31, 2005
föstudagur, desember 30, 2005
Fór í ,,saumó" áðan og skemmti mér vel. Alltaf gaman að hitta stelpurnar úr gaggó. Mér finnst það jafnvel skemmtilegra eftir því sem árin líða. ,,Gvöð, manstu...?"
Slasaði mig aftur á þumalfingri á bílflautunni. Hún er gölluð. Það var svínað fyrir mig og ég ætlaði bara svona rétt að bíba á hann, meira af prinsipp ástæðum en því að þetta færi eitthvað í taugarnar á mér. Stórslösuð alveg. Svo svínaði ég sjálf fyrir annan bíl, hann lenti svona gjörsamlega í blinda blettinum hjá mér. Hálf miður mín yfir því. Hrikalegt að klikka á svona grundvallaratriðum.
Áramótin trufla mig ekkert. Mín upplifun er sú að lífið verði betra með hverju árinu sem líður. Svo á það náttla eftir að koma í ljós:)
Slasaði mig aftur á þumalfingri á bílflautunni. Hún er gölluð. Það var svínað fyrir mig og ég ætlaði bara svona rétt að bíba á hann, meira af prinsipp ástæðum en því að þetta færi eitthvað í taugarnar á mér. Stórslösuð alveg. Svo svínaði ég sjálf fyrir annan bíl, hann lenti svona gjörsamlega í blinda blettinum hjá mér. Hálf miður mín yfir því. Hrikalegt að klikka á svona grundvallaratriðum.
Áramótin trufla mig ekkert. Mín upplifun er sú að lífið verði betra með hverju árinu sem líður. Svo á það náttla eftir að koma í ljós:)
fimmtudagur, desember 29, 2005
Af mér er allt meinhægt að frétta. Er í jólafríi og hef það gott á Hótel Mömmu. Aumingja Jósan okkar var orðin svo veik að það var ekki lengur undan því komist að svæfa hana. Þetta er samt alltaf leiðinlegt. Á örugglega eftir að skrifa meira um hana, treysti mér bara ekki í það strax.
Núna bíða bara veislur og hittingar. Hitti stelpurnar úr gaggó á morgun. Hlakka mikið til. Svo er brúðkaup og gamlárskvöld og sænskt jólahlaðborð á nýjársdag. Mikið að gera:)
Ósköp finnst mér leiðinlegt að fólk þurfi að vera byrjað að bombarda. Mér dauðbregður alveg:(
Núna bíða bara veislur og hittingar. Hitti stelpurnar úr gaggó á morgun. Hlakka mikið til. Svo er brúðkaup og gamlárskvöld og sænskt jólahlaðborð á nýjársdag. Mikið að gera:)
Ósköp finnst mér leiðinlegt að fólk þurfi að vera byrjað að bombarda. Mér dauðbregður alveg:(
þriðjudagur, desember 27, 2005
mánudagur, desember 26, 2005
Í dag er mín árlega kalkúnaveisla. Ég fór í apótekið til að fá nál og sprautu til að geta sprautað sméri hist og her í gripinn. Það var hins vegar þrautin þyngri að fá þessa nál. Ókey, ég veit að fullt af fólki misnotar fullt af stöffi en come on, meirihlutinn af okkur er í lagi. Auk þess, risastór sprauta og huge, ég meina alveg huge nál. Hverju sprautar maður í sig með svoleiðis? Sterum? Ég er nebbla svo vöðvastælt. Eða þannig. Kannski var stúlkan ekki að fatta um hvað eg var að tala. Það er alltaf möguleiki í stöðunni.
Annars var systir mín að tjá mér að ég væri psycotic looking á mynd sem ég hef alltaf talið mig frekar sæta á. Þegar ég held að ég sé að setja upp sæta svipinn þá er skrímslið að brjótast fram. Great.
Annars var systir mín að tjá mér að ég væri psycotic looking á mynd sem ég hef alltaf talið mig frekar sæta á. Þegar ég held að ég sé að setja upp sæta svipinn þá er skrímslið að brjótast fram. Great.
fimmtudagur, desember 22, 2005
miðvikudagur, desember 21, 2005
sunnudagur, desember 18, 2005
You taste like baked alaska. Your sweetness is
only matched by your smooth and creamy texture.
You are sure to set fire to anyone's taste
buds.
How do you taste?
brought to you by Quizilla
Sá þetta hjá Hildigunni og varð að prófa líka. Svo áhrifagjörn, sko.
Mér var blessunarlega bjargað frá jólahreingerningunum í dag. Samstarfskona mín á lóðinni fékk leið á tiltektunum heima hjá sér og bauð mér með í baðlónið. Ég þáði það með þökkum og greip fína sundbolinn sem ég keypti í haust með góðum fyrirætlunum. Hann komst í vatn í fyrsta skipti í dag.
Á heimleiðinni stoppuðum við í Gamla bænum og fengum okkur hamborgara. Mig er búið að langa í sjoppuborgara í þó nokkurn tíma núna. Hamborgarinn var mjög góður og dásamlegt salat með. Gamli bærinn er ferlega kósý og skemmtilegur og ég hvet fólk til að líta við ef það á leið um einhvern tíma.
Á heimleiðinni stoppuðum við í Gamla bænum og fengum okkur hamborgara. Mig er búið að langa í sjoppuborgara í þó nokkurn tíma núna. Hamborgarinn var mjög góður og dásamlegt salat með. Gamli bærinn er ferlega kósý og skemmtilegur og ég hvet fólk til að líta við ef það á leið um einhvern tíma.
laugardagur, desember 17, 2005
föstudagur, desember 16, 2005
Það er mjög erfitt að vera í fýlu. Ég er í fýlu núna. Það var misskilningur í gangi sem varð þess valdandi að mér fannst ómaklega að mér vegið. Ég vil gjarnan sættast en það verður að vera á þeim forsendum að öllum sé ljóst að ég hafði rétt fyrir mér. Mig grunar hins vegar að það verði þrautin þyngri.
fimmtudagur, desember 15, 2005
Í sérkennslunni legg ég fyrir alls konar próf. En þegar það kemur að almennri bekkjarkennslu stend ég staðfastlega í þeirri meiningu að ég eigi ekki að semja fleiri en eitt. Af því að ég fæ ekki borgað fyrir fleiri. Ég stend í þessari meiningu af því að mér var sagt þetta af mér reyndara fólki. Veit einhver kennaramenntaður hvort þetta sé rangt?
miðvikudagur, desember 14, 2005
mánudagur, desember 12, 2005
sunnudagur, desember 11, 2005
Kitlið.
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
1.Skoða Sixtínsku kapelluna aftur.
2.Fara aftur og aftur í Louvre.
3.Heimsækja Graceland.
4.Ferðast meira greinilega.
5.Elska einhvern af öllu hjarta.
6.Skrifa bók.
7.Vera hamingjusöm.
7 hlutir sem ég get.
1. Rímað.
2. Miðlað málum.
3. Næstum sungið.
4. Kennt.
5. Látið eins og fífl.
6. Hlegið að sjálfri mér.
7. Slakað á.
7 hlutir sem ég get ekki.
1. Hoppað í snú-snú.
2. Klifrað hátt upp.
3. Hlaupið að einhverju ráði.
4. Saumað.
5. Prjónað.
6. Hafa auga fyrir smáatriðum.
7. Þolað mikla heimsku.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið.
1. Blíða.
2. Heiðarleiki.
3. Húmor..
4. Vit.
5. Dugnaður.
6. Staðfesta.
7. Karlmennska.
7 frægir karlmenn sem heilla mig.
1. Clark Gable.
2. Gregory Peck.
3. Charles Chaplin.
4. Elvis Presley.
5. George Michael.
6. Tommy Lee Jones.
7. William Shakespeare.
7 orð eða setningar sem ég segi oftast.
1. Krakkar!
2. Hljóð!
3. Skilurðu?
4. Einmitt.
5. Jesús!
6. Shit!
7. Síríuslí.
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
1.Skoða Sixtínsku kapelluna aftur.
2.Fara aftur og aftur í Louvre.
3.Heimsækja Graceland.
4.Ferðast meira greinilega.
5.Elska einhvern af öllu hjarta.
6.Skrifa bók.
7.Vera hamingjusöm.
7 hlutir sem ég get.
1. Rímað.
2. Miðlað málum.
3. Næstum sungið.
4. Kennt.
5. Látið eins og fífl.
6. Hlegið að sjálfri mér.
7. Slakað á.
7 hlutir sem ég get ekki.
1. Hoppað í snú-snú.
2. Klifrað hátt upp.
3. Hlaupið að einhverju ráði.
4. Saumað.
5. Prjónað.
6. Hafa auga fyrir smáatriðum.
7. Þolað mikla heimsku.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið.
1. Blíða.
2. Heiðarleiki.
3. Húmor..
4. Vit.
5. Dugnaður.
6. Staðfesta.
7. Karlmennska.
7 frægir karlmenn sem heilla mig.
1. Clark Gable.
2. Gregory Peck.
3. Charles Chaplin.
4. Elvis Presley.
5. George Michael.
6. Tommy Lee Jones.
7. William Shakespeare.
7 orð eða setningar sem ég segi oftast.
1. Krakkar!
2. Hljóð!
3. Skilurðu?
4. Einmitt.
5. Jesús!
6. Shit!
7. Síríuslí.
laugardagur, desember 10, 2005
Ég var ægilega ánægð með kökuna mína. Þangað til ég setti hana við hliðina á hinum. Guð minn góður, konurnar hérna. Ekki málið að vippa fram nokkrum listaverkum. Jæja, krökkunum fannst kakan mín góð. Svo fékk ég afganginn með mér heim. Alltaf gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að grennast.
Aðventustundin gekk mjög vel. Kórinn stóð sig með sóma. Það var upphitun fyrst sem mér tókst að steingleyma ít af áhyggjum af kökunni. En það var allt í lagi. Fyrst var almennur söngur svo ég hitnaði í honum. Söfnuðirinn klappaði fyrir fyrsta flutningi og þá sagði presturinn að það væri ekki til siðs að klappa í kirkjum. Það var tvítug stúlka úr sveitinni sem söng einsöng með okkur og síðast sungum við Ó, helga nótt. Ég hafði nú alveg fengið gæsahúð á æfingunni, lagið er alveg gullfallegt og hún söng svo vel stelpan. Hún gerði það líka í gær og af því að ekki mátti klappa þá stóð fólkið upp fyrir henni. Það var flott.
Aðventustundin gekk mjög vel. Kórinn stóð sig með sóma. Það var upphitun fyrst sem mér tókst að steingleyma ít af áhyggjum af kökunni. En það var allt í lagi. Fyrst var almennur söngur svo ég hitnaði í honum. Söfnuðirinn klappaði fyrir fyrsta flutningi og þá sagði presturinn að það væri ekki til siðs að klappa í kirkjum. Það var tvítug stúlka úr sveitinni sem söng einsöng með okkur og síðast sungum við Ó, helga nótt. Ég hafði nú alveg fengið gæsahúð á æfingunni, lagið er alveg gullfallegt og hún söng svo vel stelpan. Hún gerði það líka í gær og af því að ekki mátti klappa þá stóð fólkið upp fyrir henni. Það var flott.
föstudagur, desember 09, 2005
Ég er að fara að syngja með öðrum kirkjukór á eftir á aðventukvöldi. Kórstjórinn spurði um daginn hvort ég vildi einkatíma. Veit ekki alveg hvort ég á að móðgast! Held samt að þetta séu bara elskulegheit. Svo ég ætla að þiggja kennsluna. Mér finnst nebbla merkilega gaman að syngja.
Kórinn stendur fyrir kirkjukaffinu líka svo ég er búin að baka mikla hnallþóru. Hún virðist hafa tekist ágætlega. Ég hef miklar áhyggjur af þessu kökumáli. Góð kaka getur landað hjónabandi og vond kaka getur eyðilagt alla sénsa!! Jeddúdamía.
Kórinn stendur fyrir kirkjukaffinu líka svo ég er búin að baka mikla hnallþóru. Hún virðist hafa tekist ágætlega. Ég hef miklar áhyggjur af þessu kökumáli. Góð kaka getur landað hjónabandi og vond kaka getur eyðilagt alla sénsa!! Jeddúdamía.
fimmtudagur, desember 08, 2005
Einhven tíma datt einhverjum ál í hug. Á síðastliðnum árum hefur engum dottið neitt nýtt í hug. Það hlýtur að vera til eitthvað annað en ál og fleiri möguleikar en stóriðja.
Auðvitað þurfa Íslendingar að lifa. Til þess þurfum við að starfa. Það er mjög gott að geta framleitt og selt öðrum þjóðum. Aðallega hefur það verið fiskur. Við eigum raforku líka. Þannig að við byggjum virkjanir og seljum raforkuna einhverjum sem framleiðir eitthvað. Hljómar vel. En ég sé ekki betur en það sé erlent fyrirtæki að reisa virkjunina, erlendir menn að vinna við hana, erlent fyrirtæki sem ætlar að kaupa raforkuna. Á útsöluprís væntanlega, það er vaninn. Kannski er ég bara svona ógeðslega vitlaus en hvað eru Íslendingar að græða á þessu nákvæmlega? Vinnan við virkjunina er tímabundin. Það er eflaust hægt að fá vinnu í álverinu en gróðinn af fyrirtækinu fer úr landi. Ef markaðsverð á áli fellur þá verður verksmiðjunni lokað. Hvað höfum við þá annað en ónýtt land og mengun? Getum ekki einu sinni hrósað okkur af hreinu landi og ómenguðum fiski. Það hljóta að vera aðrir möguleikar í stöðunni.
Auðvitað þurfa Íslendingar að lifa. Til þess þurfum við að starfa. Það er mjög gott að geta framleitt og selt öðrum þjóðum. Aðallega hefur það verið fiskur. Við eigum raforku líka. Þannig að við byggjum virkjanir og seljum raforkuna einhverjum sem framleiðir eitthvað. Hljómar vel. En ég sé ekki betur en það sé erlent fyrirtæki að reisa virkjunina, erlendir menn að vinna við hana, erlent fyrirtæki sem ætlar að kaupa raforkuna. Á útsöluprís væntanlega, það er vaninn. Kannski er ég bara svona ógeðslega vitlaus en hvað eru Íslendingar að græða á þessu nákvæmlega? Vinnan við virkjunina er tímabundin. Það er eflaust hægt að fá vinnu í álverinu en gróðinn af fyrirtækinu fer úr landi. Ef markaðsverð á áli fellur þá verður verksmiðjunni lokað. Hvað höfum við þá annað en ónýtt land og mengun? Getum ekki einu sinni hrósað okkur af hreinu landi og ómenguðum fiski. Það hljóta að vera aðrir möguleikar í stöðunni.
miðvikudagur, desember 07, 2005
Öðruvísi mér áður brá.
Einu sinni var ég tekin á teppið fyrir að blogga. Nú er verið að kenna mér það.
Einu sinni var ég tekin á teppið fyrir að blogga. Nú er verið að kenna mér það.
þriðjudagur, desember 06, 2005
mánudagur, desember 05, 2005
Leiguhúsnæði vort er illa vindþétt og hátt til lofts. Eins og allir vita þá leitar hiti upp svo það er frekar kalt alltaf í íbúðinni. Þess vegna kyndi ég talsvert mikið. Í morgun brá svo skemmtilega við að allir ofnar heimilisins voru kaldir. Ég var vissulega sannfærð um að þetta væri samsæri sem beint væri prívat og persónulega gagnvart mér. Þegar ég kom á meðferðarheimilið var hins vegar verið að snúa þeim nemendum við sem áttu að fara í skólann því dælan sem dælir heita vatninu var biluð svo kalt var í öllu húsnæði á skólalóðinni. Hins vegar var hlýtt á meðferðarheimilinu svo ég var eini kennarinn sem kenndi í dag. Ég fór auðvitað engum hamförum í kennslunni, frekar fúl yfir þessu ef eitthvað var. Svo við fórum bara út í snjókast og ég var kaffærð og svona. Það var ekki hægt að búa til snjókall. Núna er hins vegar búið að laga dæluna og hlýtt heima við. Ég slapp við tímana eftir hádegi:)
sunnudagur, desember 04, 2005
Fór á aðventustund í Neskirkju Aðaldælinga. Það var afskaplega ljúf og góð stund. Barnakórinn og krakkarnir sáu um tónlistina. Kirkjukórinn í þessari kirkju er of lítill til að geta haldið uppi almennilegum söng svo við dreifðum okkur um kirkjunni og tókum þátt í almennum söng í staðinn. Hugmyndin sú að fleiri tækju undir fyrst einhverjir væru að syngja. Þingeyingar eru miklir söngmenn svo það vantaði ekki. Sá loksins einn einhleypan sem mikið hefur verið talað um en lýst ekki á hann.
Hjón í kórnum eru búin að fletta mér upp í Íslendingabók og komast að því að ég er náskyld flestöllum Aðaldælingum. Hraunkotsættin sko. Og Búkk. Veit ekki hvernig það er skrifað (Buch?) en borið svona fram.
Hér er 30 sentímetra jafnfallinn snjór svo það er verið að skafa planið núna. Mér skilst að maðurinn sé ógiftur og hef verið að hlaupa á milli glugga til að skoða hann. Tekst ekki, það er svo dimmt í stjórnklefanum. Maður þarf náttúrulega að skoða úrvalið þótt hugurinn sé farinn að leita í ákveðna átt. Ég er samt ekki nógu huguð til að fara út með kaffi til hans.
Hjón í kórnum eru búin að fletta mér upp í Íslendingabók og komast að því að ég er náskyld flestöllum Aðaldælingum. Hraunkotsættin sko. Og Búkk. Veit ekki hvernig það er skrifað (Buch?) en borið svona fram.
Hér er 30 sentímetra jafnfallinn snjór svo það er verið að skafa planið núna. Mér skilst að maðurinn sé ógiftur og hef verið að hlaupa á milli glugga til að skoða hann. Tekst ekki, það er svo dimmt í stjórnklefanum. Maður þarf náttúrulega að skoða úrvalið þótt hugurinn sé farinn að leita í ákveðna átt. Ég er samt ekki nógu huguð til að fara út með kaffi til hans.
laugardagur, desember 03, 2005
Við kennararnir brugðum okkur á jólahlaðborð á Narfastöðum í gær. Það kostaði 3.800,- sem mér fannst dálítið dýrt en mér skilst að þetta sé ca. verðið ef ekki dýrara á jólahlaðborðum. Hins vegar var þetta fullkomlega þess virði því það var allt gott. Alveg sama hvar mig bar niður, allt var gott. Grafna kindakjötið dásamlegt, hamborgarahryggurinn nákvæmlega réttur, bráðnaði í munninum á manni. Hrásalatið, eftirréttirnir, allt saman gott. Ég borðaði of mikið kjöt og fékk kjötsvima. Heyrði þetta orð í fyrsta skipti hérna fyrir norðan en það nær þessari líðan algjörlega. Ég var bílstjóri og hér kyngdi niður snjó í gær með vindi sem þeytti honum beint á rúðuna hjá manni. Kynntist norðlensku ökufæri fyrir alvöru í gær þegar ég ók óskafna götu í kolniðamyrki og sá ekkert nema snjó. Sem betur fer tók einn farþeginn að sér að vera aðstoðarbílstjóri. Þekkir veginn nákvæmlega og sagði fyrir um allar beygjur. ,,Svo bara að halda sig á milli stikanna og þá er þetta allt í lagi.”
fimmtudagur, desember 01, 2005
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Ég bjóst nú ekki við þessum viðbrögðum þótt ég slengdi fram einni setningu. En það er svona og bara í góðu lagi. Ég er ekki sérlegur talsmaður kirkjuferminga eða kristinnar trúar almennt þótt ég hafi skoðun á hinum ýmsum málum. Það er bara það, mín skoðun. Mér finnst líka allt í lagi þótt fólk sé ósammála mér og ræði málin. Mér finnst hins vegar leiðinlegt þegar fólk missir sig út í dónaskap og persónulegar aðdróttanir. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt: Ef mér leiðist einhver bloggari eða er algjörlega ósammála honum þá les ég ekki bloggið hans. Hann má alveg vera heimskur/leiðinlegur/óþolandi fyrir mér. Og ef ég fer í taugarnar á fólki þá er hægur vandi að hætta að lesa bloggið.
Ég vil láta þessari umræðu lokið. Það eru að koma jól og ég vil njóta aðventu og jólagleði og vona að allir aðrir geri það líka hvort sem fólk er trúað eður ei.
Ég vil láta þessari umræðu lokið. Það eru að koma jól og ég vil njóta aðventu og jólagleði og vona að allir aðrir geri það líka hvort sem fólk er trúað eður ei.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
sunnudagur, nóvember 27, 2005
laugardagur, nóvember 26, 2005
Árshátíð skólans var í gær. Hér árshátíðin fyrir alla. 1.-10. bekk, foreldra, vini og vandamenn. Allri sveitinni var boðið. Þetta var mjög skemmtilegt. 6.-7. bekkur setti upp Bangsímon og 10. bekkur Dýrin í Hálsaskógi. Sérdeilis glæsileg leikskrá fylgdi sem undirrituð hafði umsjón með:) Svo var dansað. Í fyrsta skipti dansaði ég á nemendaballi enda talsveri öðruvísi nemendaball en ég er vön. Var ég samt aðallega í því að draga litla bekkinn minn út á gólf og hafðist það á endanum.
Það er sennilega ekki hægt að halda svona skemmtanir í bænum vegna stærða skólanna. Á þessari hátíð var fjölskyldan að skemmta sér saman, krakkarnir búnir að æfa mikið og setja upp leiksýningar frá a-ö. Ég er ekki frá því að þetta fyrirkomulag sé miklu betra.
Það er sennilega ekki hægt að halda svona skemmtanir í bænum vegna stærða skólanna. Á þessari hátíð var fjölskyldan að skemmta sér saman, krakkarnir búnir að æfa mikið og setja upp leiksýningar frá a-ö. Ég er ekki frá því að þetta fyrirkomulag sé miklu betra.
föstudagur, nóvember 25, 2005
You're Loki! The trickster god of the Norse you
aren't actually a god at all, but a giant. You
bring about Ragnarok through your increasingly
violent tricks and have a special affinity with
fire.
Which Norse God are You?
brought to you by Quizilla
Þetta er bara kjalftæði. Ég valdi vatn!
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Það var vettvangsferð hjá mér og litla bekknum mínum í dag. Dagurinn var góður fyrir utan sérstaklega leiðinlega hálftíma. Ætla ekki að eyða meira púðri í hann. Við byrjuðum á Hvalamiðstöðinnni. Ég vissi nú ekki við hverju við áttum að búast en þarna eru beinagrindur og miklar upplýsingar um hvali. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt. Hvalir voru fyrst landdýr sem færðu sig svo út í sjó. Did you know? Ég spurði eins og fáráður hvort þeir væru eitthvað skyldir risaeðlunum en svo er ekki. Þær voru nefnilega með kalt blóð. Ég vissi það ekki. Maðurinn a safninu vissi hins vegar allt, bókstaflega allt um hvali. Ég keypti hvalabol. Ég er orðinn aðdáandi.
Svo fórum við í Safnahúsið. Það er fjölbreyttari sýning. Lýsir dýra-, plöntu- og mannlífi á Húsavík undanfarin árhundruð. Það var líka skemmtilegt en börnin voru farin að ókyrrast dálítið þegar leið á. Verst að maður þurfi alltaf að taka krakkana með í þessar vettvangsferðir:) Við slúttuðum á Sölku og fengum okkur pizzu. það var ósköp ljúft. Ég hef það eftir krökkunum, og ég veit nú ekki hversu mikið þau vita um þetta, að Salka sé ekki djammstaður bæjarins heldur Gamli baukur. Þarf að athuga það.
Indælis dagur. (Fyrir utan hálftímann.)
Svo fórum við í Safnahúsið. Það er fjölbreyttari sýning. Lýsir dýra-, plöntu- og mannlífi á Húsavík undanfarin árhundruð. Það var líka skemmtilegt en börnin voru farin að ókyrrast dálítið þegar leið á. Verst að maður þurfi alltaf að taka krakkana með í þessar vettvangsferðir:) Við slúttuðum á Sölku og fengum okkur pizzu. það var ósköp ljúft. Ég hef það eftir krökkunum, og ég veit nú ekki hversu mikið þau vita um þetta, að Salka sé ekki djammstaður bæjarins heldur Gamli baukur. Þarf að athuga það.
Indælis dagur. (Fyrir utan hálftímann.)
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Kæri ,,öryrki”.
Eins og þú veist þá varstu látinn skila skattaskýrslum síðustu 20 ára. Að vísu er ekki hægt að ætlast til að fólk geymi svona gögn nema í 7 ár mesta lagi en af því að þú ert ,,öryrki” þá hefurðu hvorki úthald né orku til að berjast á móti. Ef þú gerðir það þá kæmirðu upp um það sem okkur grunar: Það er ekkert að þér þótt þér hafi tekist að sannfæra einn eða fleiri lækna um annað. Þú ert bara aumingi sem nennir ekki að vinna.
Ástæðan fyrir þessari aðgerð er sú að starfsfólk okkar er vanhæft og hefur reiknað vitlaust og klúðrað málum árum saman. Það á vissulega að bitna á þér. Þú varst jú svo vitlaus að ,,veikjast” eða ,,lenda í slysi”. Ef þú ert ekki bara að ljúga eins og er langlíklegast. Þess vegna færð þú ekkert útborgað í nóvember og desember. Þú skuldar okkur líka hálfa milljón svo skalt byrja að safna strax. Þú getur selt hjólastólinn/hækjurnar/göngugrindina/önnur hjálpartæki. Það fæst líka gott verð fyrir lyf á götunni. Það hafa allir gott af því að finna til í einhvern tíma. Þ.e.a.s ef það er raunverulega eitthvað að þér.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Tryggingastofnun.
Eins og þú veist þá varstu látinn skila skattaskýrslum síðustu 20 ára. Að vísu er ekki hægt að ætlast til að fólk geymi svona gögn nema í 7 ár mesta lagi en af því að þú ert ,,öryrki” þá hefurðu hvorki úthald né orku til að berjast á móti. Ef þú gerðir það þá kæmirðu upp um það sem okkur grunar: Það er ekkert að þér þótt þér hafi tekist að sannfæra einn eða fleiri lækna um annað. Þú ert bara aumingi sem nennir ekki að vinna.
Ástæðan fyrir þessari aðgerð er sú að starfsfólk okkar er vanhæft og hefur reiknað vitlaust og klúðrað málum árum saman. Það á vissulega að bitna á þér. Þú varst jú svo vitlaus að ,,veikjast” eða ,,lenda í slysi”. Ef þú ert ekki bara að ljúga eins og er langlíklegast. Þess vegna færð þú ekkert útborgað í nóvember og desember. Þú skuldar okkur líka hálfa milljón svo skalt byrja að safna strax. Þú getur selt hjólastólinn/hækjurnar/göngugrindina/önnur hjálpartæki. Það fæst líka gott verð fyrir lyf á götunni. Það hafa allir gott af því að finna til í einhvern tíma. Þ.e.a.s ef það er raunverulega eitthvað að þér.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Tryggingastofnun.
mánudagur, nóvember 21, 2005
Á árshátíðinni um daginn heyrði ein konan, frá hinum, að ég væri að leita að manni. Hún gerði sér lítið fyrir og kallaði í næsta mann. Íslenskar sveitakonur eru nú ekkert að vandræðast með svona smá vandamál og leysa þau með annarri hendi meðan þær vaska upp með hinni. . Maðurinn bauð mér upp sem ég þáði. Eftir þann dans kvaddi ég bara kurteislega enda höfðaði maðurinn ekki til mín þótt eflaust ágætur sé. Nýlega hitti ég konuna aftur og spyr hún þá hvernig hafi gengið hjá mér og manninum eins og þetta hafi verið upphafið að einhverjum voða rómans. Fyrst var ég hálfhissa en áttaði mig svo á því að þegar kvendýr hér í sveitinni eru eitthvað að vesenast eru þau náttúrulega bara ,,leidd undir” og þeirra hysterísku vandamál leyst. Ég er brúnhærð, búttuð og sæt but I’m not a cow, though!!!
Hér er hvasst. Hins vegar hlýtur að hafa hlýnað því hálkan er að fara. Ég finn að visu ekki fyrir neinum hlýindum. Þar sem ég er farin að fá martraðir um að snjóa inni og hafa ekkert að borða þá fór ég aftur í verslunarleiðangur í dag. Núna á ég mat í frysti og líður miklu betur.
Tiltektirnar gengu vonum framar i gær og núna lítur vinnuherbergið mitt næstum út sem slikt. Í tiltektunum fann ég aðgangsorðið að Íslendingabók svo ég geri mér vonir um að átta mig á af hvaða fólki myndirnar eru sem ég fann um daginn.
Tiltektirnar gengu vonum framar i gær og núna lítur vinnuherbergið mitt næstum út sem slikt. Í tiltektunum fann ég aðgangsorðið að Íslendingabók svo ég geri mér vonir um að átta mig á af hvaða fólki myndirnar eru sem ég fann um daginn.
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Ég er að þrífa. (Þið sem þekkið mig hættið að hlæja!) Var að hlusta á Ísbjarnablús afmælisútgáfu. Eftir að hafa hlustað á Hollywood þá er ég með fagra, litla diskódís á heilanum.
Bara varð að gera pásu á hreingerningunum til að koma þessum gagnmerku upplýsingum á framfæri:)
Ég fann líka síðu þar sem maður getur búið til legsteina. I've been burying few!
Bara varð að gera pásu á hreingerningunum til að koma þessum gagnmerku upplýsingum á framfæri:)
Ég fann líka síðu þar sem maður getur búið til legsteina. I've been burying few!
laugardagur, nóvember 19, 2005
Ég hakkaði niður brauðenda um daginn og gaf fuglunum. Skömmu eftir að ég setti þetta út þá frétti ég að nágranni minn berst við mikinn músagang. Þær eru búnar að naga gúmmí úr botninum á bílnum og ein dauð á hverjum morgni í músagildrunni. Þetta er jú árstíminn sem þær fara að leita skjóls. Kennslustofan á meðferðarheimilinu er í kjallara og við fengum eina á gluggann um daginn. Alla vega, ég hafði miklar áhyggjur af því að ég væri bara að gefa músunum og hef því aðeins haft auga með brauðhrúgunni. Þegar ég leit út um gluggann áðan þá sá ég í fyrsta skipti einhvern að snæðingi. Það var ekki mús og ekki fugl heldur köttur. Svo ég ætla bara að halda áfram að gefa kisu að borða. Bæði í algjöru hefndarskyni vegna þess að hér er bannað að vera með gæludýr og hún hlýtur að halda músunum frá.
Úff, gerði heiðarlega tilraun til venjulegrar göngu. Það var tveggja tíma barningur í gegnum ýmsar gerðir snjós (er eignafallið ekki örugglega svona?). Glærasvell leynir sér ekki en það er erfitt að átta sig á hvítkristölluðum snjó. Er hann það frosinn að ég renni, nógu frosinn til að halda mér, ekki nógu frosinn til að halda svo fóturinn stingist metra niður? Ég átti við allar þessar gerðir í dag. Verst er þegar maður dúmbar niður í hverju skrefi og þarf að klofa. Ég geri mér samt vonir um að ég hafi fengið mikla líkamsrækt út úr þessu. Það er hins vegar ljóst að ég reyni þetta ekki aftur fyrr en snjóa leysir. Best að athuga með gönguskíðin.
föstudagur, nóvember 18, 2005
Þá er ég búin að fara í vikulegan verslunarleiðangur til Húsavíkur og er tilbúin í helgina. Finnst alltaf gott að fá helgarfrí en er sérstaklega ánægð með það núna. Búin að vera eitthvað þreytt þessa viku. Held reyndar að ég viti hvað það er. Þegar ég lagðist í löngu flensuna þá hætti ég alveg að hreyfa mig fyrir utan þetta nauðsynlega. Svo kom kuldakast og... Bara allar ástæður til að hola sér niður í sófa og gera sem minnst. Núna er tollurinn að koma. Því minna sem maður gerir því latari verður maður. Ég ætla því að hreyfa mig um helgina. Ég á hlý föt og get alveg dröslast út að labba. Það er m.a.s. skíðagöngubraut hérna. Ég á að vísu ekki skíðin en get kannski fengið þau lánuð. Ætla alla vega að skoða brautina um helgina. Get kannski fundið fleiri gönuleiðir þótt það sé ekki annað.
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.
Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.
Hvaða tröll ert þú?
Það er þemavika í skólanum og mikið í gangi. 10. bekkur er að setja upp Dýrin í Hálsaskógi og það virðist ætla að verða mikil og skemmtileg sýning. Kemur í ljós á árshátíðinni. Ég og 8. bekkur settum upp eitt atriði úr Animal Farm á samverustund í dag. Það var ekki stórkostlegur leikstjórnarsigur fyrir mig. Mér til afsökunar þá kom þetta seint til og æfingar voru litlar. Við sungum alla vega Ungar skepnur, aldnar skepnur við Njallann. Ég held að krakkarnir læri síst minna á svona vikum en hefðbundnum. Þar sem við æfðum lítið þá höfðum við bara sungið lagið einu sinni. Í morgun heyri ég svo lagið, þá höfðu krakkarnir átt lausa stund, gripið tónlistarkennaranema og beðið hann að hjálpa sér. Glæsilegt frumkvæði. Hvað eiga börn í grunnskóla að læra ef ekki að bjarga sér?
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Keypti tvær vekjaraklukkur í gær svo ég svæfi nú örugglega ekki yfir mig. Ég hef þær sérþarfir að það má alls ekki heyrast tikk í klukkunum. Gjörsamlega þoli það ekki. Stóð því í helstu verslunum nágrannabæjarins og hlustaði klukkur. Það er kannski ekki skrítið að verslunarfólk sé farið að heilsa mér. Gat svo ekki sofnað síðustu nótt. hefur væntanlega vantað bláa diskóljósið til að blikka mig í svefn.
Hér er farið að verða jólalegt. Kirkjukórarnir eru líka farnir að æfa fyrir aðventuna. Milliraddir syngja mest eintóna. Mér finnst það auðvitað ekki nógu gaman og laumast reglulega yfir í sópran. Það er svo auðvelt að afvegaleiða mig, ég syng bara með þeim sem ég heyri ´mest í.
Hér er farið að verða jólalegt. Kirkjukórarnir eru líka farnir að æfa fyrir aðventuna. Milliraddir syngja mest eintóna. Mér finnst það auðvitað ekki nógu gaman og laumast reglulega yfir í sópran. Það er svo auðvelt að afvegaleiða mig, ég syng bara með þeim sem ég heyri ´mest í.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Vekjaraklukkan mín er biluð svo ég hef notað gemsann sem vekjara undanfarinn mánuð. Gemsinn lýsist allur upp og blikkar bláum bjarma ef hann vill segja eitthvað. Eins og t.d. vekja mig. Nú eða leita að signal, sem hann gerir ansi oft. Eina nóttina þegar svefnherbergið mitt lýsist allt upp í bláum bjarma þá svona hvarflaði að mér að þetta væri kannski ekki sniðugt. Hvað gæti fólk haldið?
Ég sem sagt að hugsa um að fara til Húsavíkur og kaupa mér vekjaraklukku þótt það sé skítakuldi og snjófjúk. Ég gæti nefnilega keypt mér nammi í leiðinni:)
Ég sem sagt að hugsa um að fara til Húsavíkur og kaupa mér vekjaraklukku þótt það sé skítakuldi og snjófjúk. Ég gæti nefnilega keypt mér nammi í leiðinni:)
mánudagur, nóvember 14, 2005
Draugagangur í sálinni
Í kærleikans kirkjugarð
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa' er aldrei varð
vill mig láta sjá.
Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.
Aftur svíða gömul sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.
Ég endursamdi þetta (eins og ég var hvött til). Er ég ekki bara að ná hrynjandinni?
Í kærleikans kirkjugarð
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa' er aldrei varð
vill mig láta sjá.
Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.
Aftur svíða gömul sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.
Ég endursamdi þetta (eins og ég var hvött til). Er ég ekki bara að ná hrynjandinni?
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Vegna hinna undurlegu rjúpnaveiðireglna og sölubanns þá er ég að íhuga að verða mér úti um byssuleyfi og skjóta rjúpur. Það myndi leysa rjúpuvanda fjölskyldunnar. Við höfum borðað skoskar rjúpur undanfarin tvö ár en ég veit ekki hvort ég á að treysta því að þær verði fluttar inn. Ég held nefnilega að ég undir vopnum sé ekki sniðug hugmynd.
laugardagur, nóvember 12, 2005
Við fórum nokkur til Akureyrar að sjá Edith Piaf, gestasýningu hjá LA. Við héldum að þetta væri allt leikritið en svo kom á daginn að þetta var bara söngdagskrá úr verkinu. Ég er dálítið súr, mig langaði að sjá allt verkið. Hins vegar var mjög gaman og stelpan syngur alveg ótrúlega og var með leikræna tjáningu. Blikkaði karlana úti í sal og svona. það var klappað mikið svo hún tók aukalag. Mig langar samt enn til að sjá allt verkið.
föstudagur, nóvember 11, 2005
Ég lenti næstum því í pólitískri þrætu í dag. Meira í gamni en alvöru samt. Reyndar reyndi annar viðmælandinn að myrða mig fljótlega eftir deiluna en ég hef ákveðið að líta á það sem ,,óhapp”.
Það sem fékk mig til hugsa var hins vegar þessi sígilda röksemdafærsla að af því að ég er vinstrisinni þá á ég að taka þátt í því að koma ,,höfuðandstæðingnum” frá völdum. Og af því að Vinstri-Grænir munu ekki (þótt það sé nú hvergi meitlað í stein) fá meirihluta þá á ég að kjósa Samfylkinguna. Þennan málflutning hef ég aldrei skilið. Ég styð Vinstri-Græna. Þeir standa næst mínum skoðunum. Þegar ég kýs þá hlýt ég að fara eftir minni skoðun. Ég hlýt að kjósa það sem ég vil og það sem ég trúi á. Ef ég hugsaði: ;Það væri auðvitað langbest að Vinstri-Grænir færu í stjórn en af því að það er útilokað þá er af tvennu illu skárra að það sé Samfylkingin en Sjálfstæðisflokkurinn. ” þá er ég ekki að fara eftir raunverulegri sannfæringu minni. Þar fyrir utan er auðvitað útilokað að VG fái meirihluta ef allir hugsa svona. Ef það er aðalatriðið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum af hverju geta vinstrimenn þá ekki sameinast um að kjósa VG fyrst það skiptir ekki máli hvaða vinstriflokkur það er? En það dettur Samfylkingarfólki aldrei í hug. Auk þess þá er margt í stefnu Samfylkingarinnar sem ég get ekki sætt mig við. Össur bryddaði upp á einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu og Ingibjörg er Evrópusinni. Þetta get ég ekki skrifað undir. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild að EB svo fyrir mig er íhaldið af tvennu illu skárra.
Mér finnst í rauninni svona spekúlasjónir engu máli skipta. Ef ég er farin að kjósa eftir einhverju öðru en eigin sannfæringu þá get ég bara sleppt því að kjósa.
Það sem fékk mig til hugsa var hins vegar þessi sígilda röksemdafærsla að af því að ég er vinstrisinni þá á ég að taka þátt í því að koma ,,höfuðandstæðingnum” frá völdum. Og af því að Vinstri-Grænir munu ekki (þótt það sé nú hvergi meitlað í stein) fá meirihluta þá á ég að kjósa Samfylkinguna. Þennan málflutning hef ég aldrei skilið. Ég styð Vinstri-Græna. Þeir standa næst mínum skoðunum. Þegar ég kýs þá hlýt ég að fara eftir minni skoðun. Ég hlýt að kjósa það sem ég vil og það sem ég trúi á. Ef ég hugsaði: ;Það væri auðvitað langbest að Vinstri-Grænir færu í stjórn en af því að það er útilokað þá er af tvennu illu skárra að það sé Samfylkingin en Sjálfstæðisflokkurinn. ” þá er ég ekki að fara eftir raunverulegri sannfæringu minni. Þar fyrir utan er auðvitað útilokað að VG fái meirihluta ef allir hugsa svona. Ef það er aðalatriðið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum af hverju geta vinstrimenn þá ekki sameinast um að kjósa VG fyrst það skiptir ekki máli hvaða vinstriflokkur það er? En það dettur Samfylkingarfólki aldrei í hug. Auk þess þá er margt í stefnu Samfylkingarinnar sem ég get ekki sætt mig við. Össur bryddaði upp á einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu og Ingibjörg er Evrópusinni. Þetta get ég ekki skrifað undir. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild að EB svo fyrir mig er íhaldið af tvennu illu skárra.
Mér finnst í rauninni svona spekúlasjónir engu máli skipta. Ef ég er farin að kjósa eftir einhverju öðru en eigin sannfæringu þá get ég bara sleppt því að kjósa.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Ég veit ekki hvort þetta sé sami textinn en fyrir nokkrum árum horfði maður í augun á mér og sagði: Alltaf þegar ég horfi í augun á Ástu þá dettur mér í hug textinn Ég vil (sic) finna kærustu... Þetta og margt, margt fleira varð til þess að ég hélt að maðurinn væri að stíga í vænginn við mig. Seinna kom reyndar upp úr dúrnum að þetta var bara einn stór djóker. Verra var að mér fannst hann ekkert fyndinn.
Nýja lagið með Hjálmum fer sem sagt í taugarnar á mér.
Nýja lagið með Hjálmum fer sem sagt í taugarnar á mér.
Fyrst ég fór til Húsavíkur í gær á annað borð þá kom ég við í Húsasmiðjunni til að fjárfesta í pönnukökupönnu og kökuformum. Ég er þvílíkt að uppgötva mitt feminin self hérna í sveitinni. Komin með bökunardillu og hengdi upp gluggatjöld í eldhúsinu þótt þess þyrfti ekki. Það var bara meira kósý.
Í Húsasmiðjunni rakst ég á former lover frá því í öðru lífi. Ég er að vona að fyrst gamlir elskhugar eru að skjóta upp kollinum að nýir fylgi í kjölfarið.
Í Húsasmiðjunni rakst ég á former lover frá því í öðru lífi. Ég er að vona að fyrst gamlir elskhugar eru að skjóta upp kollinum að nýir fylgi í kjölfarið.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Hefnd Tollmiðlunar
Ég hef nefnt það áður að ég var að bíða eftir pakka frá Amazon. Eftir tímafrekt ferðalag til landsins þá stoppaði hann í Tollmiðlun í lengri tíma og endaði með því að ég sendi pirraðan póst þangað. Vissi svo sem að þjónustan yrði ekki fullkomin eftir það. Um daginn var ég að taka til og fann þá umslagið með póstinum með beiðninni um að opna pakkann og leita að vörureikningi. Hvað finn ég ekki umslaginu annað en tvö eintök af vörureikningi! Það er ekki skrítið að þau hafi ekki fundið hann, búin að senda mér hann. Ég ákvað að telja upp í 10... hundruð milljónir og hafa ekki samband í von um að pakkinn kæmi á þessu ári. Svo líður og bíður og ég bíð eftir að fá tilkynningu um pakkann sem aldrei kemur. Ég hringi á Póstinn í dag og spyr eftir pakkanum. ,,Hann er skráður á pósthúsið á Húsavík þann 1. ellefta." Já, sniðugt. Ég hringi á pósthúsið á Húsavík og spyr eftir pakkanum. ,,Nei, enginn pakki á Ástu Svavarsdóttur en hins vegar er pakki frá Amazon á óþekktan viðtakanda í Hafralækjarskóla. Sendillinn fór með pakkan í skólann um daginn og þar var enginn sem vildi borga fyrir hann." Undarlegt alveg að vilja ekki borga fyrir ópantaðan og óþekktan pakka. ,,Og þar sem það er ekkert nafn á honum þá er hann bara hér." Ég finn vörunúmerið og þetta er minn pakki svo ég mæti á svæðið. Tilkynningin frá Tollmiðlun, sem sendi mér bréf, hringdi í mig og skrifaðist tvisvar á við mig í tölvupósti, er límd neðan á pakkann og þar stendur klárlega að viðtakandi sé óþekktur. Oh, thank you darling. Að vísu hvolfdist pakkinn við þegar afgreiðslukonan lagði hann frá sér og hvað blasti þá við þar? Jú, jú, nafnið mitt skýrum stöfum.
Ég held að starfsmenn pósthússins á Húsavík séu komnir með nýja skilgreiningu á óánægðum viðskiptavini.
Ég hef nefnt það áður að ég var að bíða eftir pakka frá Amazon. Eftir tímafrekt ferðalag til landsins þá stoppaði hann í Tollmiðlun í lengri tíma og endaði með því að ég sendi pirraðan póst þangað. Vissi svo sem að þjónustan yrði ekki fullkomin eftir það. Um daginn var ég að taka til og fann þá umslagið með póstinum með beiðninni um að opna pakkann og leita að vörureikningi. Hvað finn ég ekki umslaginu annað en tvö eintök af vörureikningi! Það er ekki skrítið að þau hafi ekki fundið hann, búin að senda mér hann. Ég ákvað að telja upp í 10... hundruð milljónir og hafa ekki samband í von um að pakkinn kæmi á þessu ári. Svo líður og bíður og ég bíð eftir að fá tilkynningu um pakkann sem aldrei kemur. Ég hringi á Póstinn í dag og spyr eftir pakkanum. ,,Hann er skráður á pósthúsið á Húsavík þann 1. ellefta." Já, sniðugt. Ég hringi á pósthúsið á Húsavík og spyr eftir pakkanum. ,,Nei, enginn pakki á Ástu Svavarsdóttur en hins vegar er pakki frá Amazon á óþekktan viðtakanda í Hafralækjarskóla. Sendillinn fór með pakkan í skólann um daginn og þar var enginn sem vildi borga fyrir hann." Undarlegt alveg að vilja ekki borga fyrir ópantaðan og óþekktan pakka. ,,Og þar sem það er ekkert nafn á honum þá er hann bara hér." Ég finn vörunúmerið og þetta er minn pakki svo ég mæti á svæðið. Tilkynningin frá Tollmiðlun, sem sendi mér bréf, hringdi í mig og skrifaðist tvisvar á við mig í tölvupósti, er límd neðan á pakkann og þar stendur klárlega að viðtakandi sé óþekktur. Oh, thank you darling. Að vísu hvolfdist pakkinn við þegar afgreiðslukonan lagði hann frá sér og hvað blasti þá við þar? Jú, jú, nafnið mitt skýrum stöfum.
Ég held að starfsmenn pósthússins á Húsavík séu komnir með nýja skilgreiningu á óánægðum viðskiptavini.
mánudagur, nóvember 07, 2005
Frostlaust í dag og ég komst að því um helgina að ég hef aðgang að bílskúr. Svo undan þessu varð ekki vikist lengur. Ég þvoði og bónaði bílinn. I'm not gonna quit my dayjob en hann er þó alla vega kominn með verndandi aukahúð þótt flekkótt sé. Ég er frekar ánægð með sjálfa mig eftir verkið en bakið er ekki jafn ánægt. Mér er alveg sama. Ég ignora það bara.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Þá er ég búin að afgreiða á barnum og syngja í messu sem kórfélagi. Afmælisbarnið skaffaði búsið og við bardömurnar helltum bara ókeypis víni. Samt var ekki örtröð á barnum! Þingeyingar eru lélegir drykkjumenn. Þykir mér það merkileg uppgötvun. Mér fannst veislan ekki skemmtileg en ég vil náttúrulega hafa dúndrandi rokk og hoppa og syngja úti á gólfi. Samt gerði ég mitt besta til að syngja og dansa á bak við barinn með rólegu þjóðlagasöngvurunum. Þegar ég fer að hugsa um það þá voru mestu lætin í mér í þessu partýi. Samstarfskona mín segir að annað fólk hafi skemmt sér vel, fólki finnist gaman að hittast og spjalla og þurfi ekkert endilega að hoppa við rokktónlist. Ég hef að sjálfsögðu enga trú á því:)
Það var sálumessa í dag og ég fór ekkert mikið út af laginu. Ég er frekar hrifin af þessum litlu sveitakirkjum og nándinni í guðsþjónustunni. Það þekkja allir alla í kirkjunni, presturinn var með stutta og hnitmiðaða predikun, fólk söng talsvert með. Þetta var alveg ljómandi.
Svo fékk ég góða heimsókn í dag úr Reykjavík. Það var gaman. Tókst að baka pönnukökur þótt ég eigi enga pönnukökupönnu. Því verður reddað í næstu kaupstaðaferð.
Það var sálumessa í dag og ég fór ekkert mikið út af laginu. Ég er frekar hrifin af þessum litlu sveitakirkjum og nándinni í guðsþjónustunni. Það þekkja allir alla í kirkjunni, presturinn var með stutta og hnitmiðaða predikun, fólk söng talsvert með. Þetta var alveg ljómandi.
Svo fékk ég góða heimsókn í dag úr Reykjavík. Það var gaman. Tókst að baka pönnukökur þótt ég eigi enga pönnukökupönnu. Því verður reddað í næstu kaupstaðaferð.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Ég ætla að demba mér í frásögnina af viðskiptunum við Og Vodafone þar sem það er sálarhjálparatriði að skrifa sig frá pirringi.
Fyrir einhverjum árum síðan þegar ég ákvað að nútímavæðast og nettengjast valdi ég ADSL pakka frá Og Vodafone. Það var allt hið ágætasta mál og minnir mig að mánaðaráskriftin hafi verið ca. 3000 krónur. Svo fór Og Vodafone að hringja í mig og bjóða mér að færa heimasímann til sín og GSM símann. Allt hljómaði þetta ágætlega og ég færði öll mín viðskipti til þeirra. Nú í lok sumars flutti ég út á land þar sem engin ADSL tenging er til staðar. Þannig að ef ég vil hafa netsamband þarf það að vera innhringisamband. Ég hringdi reglulega í Og Vodafone til að ganga frá þessu, segja upp ADSL áskrift og spyrjast fyrir um kostnað, hraða og þvíumlíkt. Allt var þetta klappað og klárt og ekkert vandamál. Ég set inn innhringinúmerið hjá Og Vodafone. Mínútan kostar 2 krónur og ekkert upphafsgjald. Mér reiknast það til að ég megi vera á netinu í um klukkutíma á dag og þá borgi ég 3750 fyrir mánuðinn. Helst þarf ég að vera styttri tíma á netinu en innhringisambandið er muuun hægara en ADSL. Af því að það er ekkert upphafsgjald hjá Og Vodafone þá er ég ekkert að sitja í beit við tölvuna í klukkutíma. Ég kíki kannski í korter og svo tíu mínútur og seinna 20 mínútur. Svo kemst ég nú að því að ef ég tek símalínuna ekki úr sambandi þá hringir tölvan stundum sjálf inn og er eitthvað að dunda á netinu. Ég var nú sem betur fer frekar fljót að fatta þetta. Alla vega allt í orden.
Í lok september fæ ég hins vegar rúmlega 13 þúsund króna reikning frá Símanum. Reikningurinn er skelfilega hár og undarlegur að því leyti að mín viðskipti eru ekki hjá Símanum. Ég hringi þangað og bíð í hálftíma og fæ þá þær fréttir að mín notkun sé hjá þeim, ég þurfi að tala við Og Vodafone, þeir hafi ekki tilkynnt um að notkunin mín væri hjá þeim. Ég hringi í Og Vodafone sem telur að Síminn hafi stolið notkuninni minni. Það liggur ljóst fyrir að Síminn er með örlítið hærra mínútugjald en það sem skiptir mestu máli er upphafsgjaldið hjá þeim. Ég var búin að nota netið á þeim forsendum að ég væri ekki að borga neitt upphafsgjald af því að það er ekki hjá Og Vodafone. Hins vegar er þjónustufulltrúinn það elskulegur að hann lætur Og Vodafone taka á sig helminginn af reikningnum þar sem þetta eru náttúrulega mistök annars hvors símafyrirtækisins þótt þau bendi á hvort annað. En þar sem þessi reikningur var fyrir ágúst þá var búin að stunda netið á sama hátt bróðupart september mánaðar, á algjörlega röngum forsendum. Svo þjónustufulltrúinn segir mér að hafa bara samband þegar sá reikningur berst. Ég verð að klára mánuðinn hjá Símanum en um mánaðrmót sept-okt. Þá færist notkunin yfir til Og Vodafone. Út september passa ég mína netnotkun og ef ég fer á netið þá bara einu sinni á dag til að spara upphafsgjald. Svo kemur reikningur frá Símanum upp á rúmar 7 þúsund krónur. Ég hringi í vinsamlega þjónustufulltrúann. Þá hafði yfirmaðurinn farið yfir þetta og fannst endurgreiðslan ,,mjög rífleg”. Já, já. Ég þarf að faxa nýja reikning sundurliðaðn. Mér finnst svo sem alveg skiljanlegt að þau vilji sjá reikninginn, þau hafa ekkert nema mín orð fyrir upphæðunum. Ég faxa sunduliðaða partinn en það er þá ekki nóg. Hann þarf að vera algjörlega sundurliðaður svo þau sjái nákvæmlega hversu oft ég hef hringt í innhringinúmerið þeirra. Það er alveg sjálfsagt að verða við þessu nema hvað ég þarf að hringja í þjónustunúmer Símans til þess og þar er heil-löng bið. Þannig að ég er orðin frekar óánægð með vesenið svo ekki sé talað um kostnaðinn sem ég þarf að standa í vegna þeirra mistaka. Þjónustufulltrúinn skilur það svo sem alveg en vill auðvitað standa á sínu og segir, alla vega tvisvar, að þau séu ,,að reyna að koma til móts við mig.” Ég bendi á að þau séu klárlega að reyna að koma sér undan því núna með yfirlýsingum um ,,ríflega endurgreiðslu". Þjónustufulltrúinn sér þá yfirlýsingu ekki á sama hátt og ég. Undarlegt þar sem það er ekki hægt að skilja hana nema á einn veg.
Persónulega finnst mér að fyrirtækið sem klúðrar málinu, og það var Og Vodafone því ég marghringdi vegna uppsetningar á módaldinu og með öðrum fyrirspurnum og allir alltaf með það á tæru að ég væri áskrifandi þeirra, eigi að gera meira en bara reyna að lagfæra sín mistök og koma eitthvað meira en pínulítið til móts við mig. Þannig að ef niðurstaðan verður mér ekki þóknanleg þá mun ég segja upp viðskiptum mínum við þetta fyrirtæki. Grunnlínan er hvort sem er frá Símanum, GSM sambandið hérna frá Og Vodafone er lélegt og það er búið að setja upp emax tölvusamband í skólanum sem ég gæti mögulega orðið áskrifandi að.
Fyrir einhverjum árum síðan þegar ég ákvað að nútímavæðast og nettengjast valdi ég ADSL pakka frá Og Vodafone. Það var allt hið ágætasta mál og minnir mig að mánaðaráskriftin hafi verið ca. 3000 krónur. Svo fór Og Vodafone að hringja í mig og bjóða mér að færa heimasímann til sín og GSM símann. Allt hljómaði þetta ágætlega og ég færði öll mín viðskipti til þeirra. Nú í lok sumars flutti ég út á land þar sem engin ADSL tenging er til staðar. Þannig að ef ég vil hafa netsamband þarf það að vera innhringisamband. Ég hringdi reglulega í Og Vodafone til að ganga frá þessu, segja upp ADSL áskrift og spyrjast fyrir um kostnað, hraða og þvíumlíkt. Allt var þetta klappað og klárt og ekkert vandamál. Ég set inn innhringinúmerið hjá Og Vodafone. Mínútan kostar 2 krónur og ekkert upphafsgjald. Mér reiknast það til að ég megi vera á netinu í um klukkutíma á dag og þá borgi ég 3750 fyrir mánuðinn. Helst þarf ég að vera styttri tíma á netinu en innhringisambandið er muuun hægara en ADSL. Af því að það er ekkert upphafsgjald hjá Og Vodafone þá er ég ekkert að sitja í beit við tölvuna í klukkutíma. Ég kíki kannski í korter og svo tíu mínútur og seinna 20 mínútur. Svo kemst ég nú að því að ef ég tek símalínuna ekki úr sambandi þá hringir tölvan stundum sjálf inn og er eitthvað að dunda á netinu. Ég var nú sem betur fer frekar fljót að fatta þetta. Alla vega allt í orden.
Í lok september fæ ég hins vegar rúmlega 13 þúsund króna reikning frá Símanum. Reikningurinn er skelfilega hár og undarlegur að því leyti að mín viðskipti eru ekki hjá Símanum. Ég hringi þangað og bíð í hálftíma og fæ þá þær fréttir að mín notkun sé hjá þeim, ég þurfi að tala við Og Vodafone, þeir hafi ekki tilkynnt um að notkunin mín væri hjá þeim. Ég hringi í Og Vodafone sem telur að Síminn hafi stolið notkuninni minni. Það liggur ljóst fyrir að Síminn er með örlítið hærra mínútugjald en það sem skiptir mestu máli er upphafsgjaldið hjá þeim. Ég var búin að nota netið á þeim forsendum að ég væri ekki að borga neitt upphafsgjald af því að það er ekki hjá Og Vodafone. Hins vegar er þjónustufulltrúinn það elskulegur að hann lætur Og Vodafone taka á sig helminginn af reikningnum þar sem þetta eru náttúrulega mistök annars hvors símafyrirtækisins þótt þau bendi á hvort annað. En þar sem þessi reikningur var fyrir ágúst þá var búin að stunda netið á sama hátt bróðupart september mánaðar, á algjörlega röngum forsendum. Svo þjónustufulltrúinn segir mér að hafa bara samband þegar sá reikningur berst. Ég verð að klára mánuðinn hjá Símanum en um mánaðrmót sept-okt. Þá færist notkunin yfir til Og Vodafone. Út september passa ég mína netnotkun og ef ég fer á netið þá bara einu sinni á dag til að spara upphafsgjald. Svo kemur reikningur frá Símanum upp á rúmar 7 þúsund krónur. Ég hringi í vinsamlega þjónustufulltrúann. Þá hafði yfirmaðurinn farið yfir þetta og fannst endurgreiðslan ,,mjög rífleg”. Já, já. Ég þarf að faxa nýja reikning sundurliðaðn. Mér finnst svo sem alveg skiljanlegt að þau vilji sjá reikninginn, þau hafa ekkert nema mín orð fyrir upphæðunum. Ég faxa sunduliðaða partinn en það er þá ekki nóg. Hann þarf að vera algjörlega sundurliðaður svo þau sjái nákvæmlega hversu oft ég hef hringt í innhringinúmerið þeirra. Það er alveg sjálfsagt að verða við þessu nema hvað ég þarf að hringja í þjónustunúmer Símans til þess og þar er heil-löng bið. Þannig að ég er orðin frekar óánægð með vesenið svo ekki sé talað um kostnaðinn sem ég þarf að standa í vegna þeirra mistaka. Þjónustufulltrúinn skilur það svo sem alveg en vill auðvitað standa á sínu og segir, alla vega tvisvar, að þau séu ,,að reyna að koma til móts við mig.” Ég bendi á að þau séu klárlega að reyna að koma sér undan því núna með yfirlýsingum um ,,ríflega endurgreiðslu". Þjónustufulltrúinn sér þá yfirlýsingu ekki á sama hátt og ég. Undarlegt þar sem það er ekki hægt að skilja hana nema á einn veg.
Persónulega finnst mér að fyrirtækið sem klúðrar málinu, og það var Og Vodafone því ég marghringdi vegna uppsetningar á módaldinu og með öðrum fyrirspurnum og allir alltaf með það á tæru að ég væri áskrifandi þeirra, eigi að gera meira en bara reyna að lagfæra sín mistök og koma eitthvað meira en pínulítið til móts við mig. Þannig að ef niðurstaðan verður mér ekki þóknanleg þá mun ég segja upp viðskiptum mínum við þetta fyrirtæki. Grunnlínan er hvort sem er frá Símanum, GSM sambandið hérna frá Og Vodafone er lélegt og það er búið að setja upp emax tölvusamband í skólanum sem ég gæti mögulega orðið áskrifandi að.
föstudagur, nóvember 04, 2005
Fjölskylduferð til Afríku
(Grover Larkins)
IceMarimba frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í S-Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 5. nóvember kl.15:00. Á dagskránni er framandi og skemmtileg tónlist aðallega frá Zimbabwe og Suður - Afríku. Hljómsveitina skipa átta hressir unglingar úr Hafralækjarskóla sem spila á afrísk ásláttarhljóðfæri, syngja og dansa.
Frábær fjölskylduskemmtun! Reynt verður að leyfa öllum áhugasömum að prófa hljóðfærin að tónleikum loknum.
Tónleikarnir eru einnig útgáfutónleikar nýútgefins geisladisks Africa on Ice. Diskurinn verður til sölu á kynningarverði.
Miðaverð: 1.000 kr.
Ónúmeruð sæti!
(Grover Larkins)
IceMarimba frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í S-Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Salnum í Kópavogi, laugardaginn 5. nóvember kl.15:00. Á dagskránni er framandi og skemmtileg tónlist aðallega frá Zimbabwe og Suður - Afríku. Hljómsveitina skipa átta hressir unglingar úr Hafralækjarskóla sem spila á afrísk ásláttarhljóðfæri, syngja og dansa.
Frábær fjölskylduskemmtun! Reynt verður að leyfa öllum áhugasömum að prófa hljóðfærin að tónleikum loknum.
Tónleikarnir eru einnig útgáfutónleikar nýútgefins geisladisks Africa on Ice. Diskurinn verður til sölu á kynningarverði.
Miðaverð: 1.000 kr.
Ónúmeruð sæti!
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Guð minn góður, þvílíkir dagar.
Í gær fékk ég staðfest það sem mér hafði verið sagt en ekki trúað. Get því miður ekki rætt það nánar. Ég reiddist mikið og þegar ég reiðist þá reyni ég að halda kjafti svo ég segi ekki eitthvað sem ég vil ekki segja og meina í rauninni ekki. Ég er ekki að segja að reiðin sé skynsamleg eða þroskuð viðbrögð, en eftir stendur samt að ég reiddist. Ég veit það sjálf að þegar einhver er reiður þá er ekki rétti tímapunkturinn að ræða við hann, sérstaklega ekki þegar maður er ekki sammála viðkomandi. Ákveðnum einstaklingi fannst hins vegar fullkomlega eðlilegt að ræða við mig um málið akkúrat á meðan þrumuskýið var blússandi yfir hausnum á mér. Var reyndar sammála mér fyrst, en svo ósammála, svo aftur sammála, svo ósammála... Í alvöru, ekki það sem mig vantar.
Svo svaf ég á þessu og reiðin pústaði út um eyrun á mér og ég bara nokkuð ánægð í morgun. Ekkert hoppandi af gleði enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum en var öll að koma til. Þá þarf þessi einstaklingur að byrja að ræða við mig aftur. Sammála og ósammála út og suður. Svo klikkir hann út með því að það sé svo slæmt að ég sé svona ósátt, það sé svo óþægilegt fyrir hann og alla hina. Honum finnst eins og ég sé að kenna þeim um þetta. Æ, aumingja þið.
Í fyrsta lagi þá er þetta þeim að kenna. Þetta er ákvörðun sem að þau tóku. Í öðru lagi þá finnst mér ákvörðunin mjög ósanngjörn. Ástæðurnar fyrir ákvörðuninni byggjast á ósætti einstaklinga en ekki merkilegum rökum. Í þriðja lagi þá hef ég fullan rétt á skoðun minni og tilfinningum. Jú, jú, ég var ógeðslega fúl, en ég var ekkert að traktera fólk á mínu fúllyndi, ég hélt mér fyrir mig á meðan þetta var að ganga yfir. Ég bara varð að vera á staðnum. Svo finnst mér bara gjörsamlega fáránlegt þegar ég er fúl og reið að ég eigi að ganga um með brosandi grímu og þykjast vera eitthvað annað en ég er af því að öðru fólki finnst það óþægilegt. Og það af öllu fólkinu sem tók þessa ósanngjörnu ákvörðun sem bitnar á þeim sem síst skyldi.
Segi frá viðskiptum mínum við Og Vodafone seinna.
Í gær fékk ég staðfest það sem mér hafði verið sagt en ekki trúað. Get því miður ekki rætt það nánar. Ég reiddist mikið og þegar ég reiðist þá reyni ég að halda kjafti svo ég segi ekki eitthvað sem ég vil ekki segja og meina í rauninni ekki. Ég er ekki að segja að reiðin sé skynsamleg eða þroskuð viðbrögð, en eftir stendur samt að ég reiddist. Ég veit það sjálf að þegar einhver er reiður þá er ekki rétti tímapunkturinn að ræða við hann, sérstaklega ekki þegar maður er ekki sammála viðkomandi. Ákveðnum einstaklingi fannst hins vegar fullkomlega eðlilegt að ræða við mig um málið akkúrat á meðan þrumuskýið var blússandi yfir hausnum á mér. Var reyndar sammála mér fyrst, en svo ósammála, svo aftur sammála, svo ósammála... Í alvöru, ekki það sem mig vantar.
Svo svaf ég á þessu og reiðin pústaði út um eyrun á mér og ég bara nokkuð ánægð í morgun. Ekkert hoppandi af gleði enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum en var öll að koma til. Þá þarf þessi einstaklingur að byrja að ræða við mig aftur. Sammála og ósammála út og suður. Svo klikkir hann út með því að það sé svo slæmt að ég sé svona ósátt, það sé svo óþægilegt fyrir hann og alla hina. Honum finnst eins og ég sé að kenna þeim um þetta. Æ, aumingja þið.
Í fyrsta lagi þá er þetta þeim að kenna. Þetta er ákvörðun sem að þau tóku. Í öðru lagi þá finnst mér ákvörðunin mjög ósanngjörn. Ástæðurnar fyrir ákvörðuninni byggjast á ósætti einstaklinga en ekki merkilegum rökum. Í þriðja lagi þá hef ég fullan rétt á skoðun minni og tilfinningum. Jú, jú, ég var ógeðslega fúl, en ég var ekkert að traktera fólk á mínu fúllyndi, ég hélt mér fyrir mig á meðan þetta var að ganga yfir. Ég bara varð að vera á staðnum. Svo finnst mér bara gjörsamlega fáránlegt þegar ég er fúl og reið að ég eigi að ganga um með brosandi grímu og þykjast vera eitthvað annað en ég er af því að öðru fólki finnst það óþægilegt. Og það af öllu fólkinu sem tók þessa ósanngjörnu ákvörðun sem bitnar á þeim sem síst skyldi.
Segi frá viðskiptum mínum við Og Vodafone seinna.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Einhverra hluta vegna kom til tals viðgerðin á bílnum inni í bekk. (Já, ég veit. Ég kjafta bara og kjafta.) Við erum að tala um samsæri borgarinnar, bifvélavirkja og tryggingarfélaga þegar skiltið réðst á mig algjörlega óforvarandis. Ég verð enn þá reið þegar ég hugsa um það og missti mig í tímanum.* Alla vega, skiltið. Systir mín keyrir reglulega um þessi gatnamót og segir mér að margoft hafi verið keyrt á skiltið eftir að ég varð fyrir barðinu á því. Nú er svo komið að það er búið að setja algjört mini-skilti og það er samt búið að keyra á það! Ég lít þannig á að ógagnið með þessu skilti hafi verið meira en gagnið og að borgaryfirvöld eða vegagerðin eða hvaða glæpasamtök sem það voru sem settu þessa gildru hafi get það að illa grunduðu máli og/eða algjörum kvikindisskap sbr. áðurnefnt samsæri. Því hef ég hugsað mér að höfða mál á hendur þessu fólki og krefjast endurgreiðslu viðgerðarkostnaðar og svo multimilljón króna miskabóta vegna andlegs álags.
*Ýkjur eru stundum ástundaðar til áherslu.
*Ýkjur eru stundum ástundaðar til áherslu.
mánudagur, október 31, 2005
Fékk mér flensusprautu í dag þótt ég hefði ekki ætlað að gera það næstu 25 árin. lenti m.a.s. í deilum við einn gamlan besserwisser nýverið út af flensusprautum, urraði á hann og gaf honum the evil eye og allan pakkann. Svo frétti ég að þótt það séu allar líkur a að ég standi af mér flensu og allar líkur á að ég standi af mér stökkbreytta fuglaflensu þá er ekki víst að ég standist double attack. Svo ég mætti eins og aumingi á Heilsugæsluna, í þriðja skipti á örstuttum tíma, og lét sprauta mig. Sem betur fer hitti ég ekki karlinn og ætla að steinhalda kjafti um sprautuna. Sem er reyndar mjög erfitt því ég segi yfirleitt öllum allt.
Öll sveitin er komin í það að finna handa mér mann og þ.á.m. nemendur mínir. Það eru allir sammála um eitt stykki fjárbónda hér í sveit en vandamálið er að koma á hittingi. Einn nemandinn er búinn að segja honum frá mér og hann sagði að við yrðum bara að hittast. A-ha! Nú, það var búið að lýsa manninum lítillega fyrir mér og ég skimaði eftir honum á laugardagskvöldið á tjeneste-pige hlaupunum en sá engan sem passaði við lýsinguna. Komst að þeirri niðurstöðu að hann væri bara ekkert í kórnum o.þ.l. ekki á staðnum. Í dag spyr svo nemandinn hvort ég hafi ekki hitt fjárbóndann á ballinu! Hvað! Eftir að hafa skeggrætt þetta fram og til baka komumst við að þeirri niðurstöðu, ég og bekkurinn, að hann hlyti að hafa séð mig og falið sig! Það var nefnilega ekki hægt að komast hjá því að sjá mig, ég var á hlaupum og tróðst villivekk að hlaðborðinu til að fylla á. Ég er talsvert sorrí, svekkt og sár yfir þessu því þótt ég sé skass þá ber ég það nú ekki utan á mér. Og ég er ekkert líkamlega fráhrindandi, alla vega ekki eftir að ég losnaði við vírusútrotin.
sunnudagur, október 30, 2005
Langafi og langamma part II
Þetta eru foreldrar afa Ármann. Hann var ekki fæddur þegar myndin var tekin. Litla stúlkan er Hulda og drengurinn Gunnar. En eldri stúlkan er Margrét systir langafa sem ólst upp hjá þeim eftir að foreldrar þeirra létust.
Ég á eins og flestir fjögur sett af langöfum og -ömmum en mig vantar myndir þeim í móðurættina.
Þetta eru foreldrar afa Ármann. Hann var ekki fæddur þegar myndin var tekin. Litla stúlkan er Hulda og drengurinn Gunnar. En eldri stúlkan er Margrét systir langafa sem ólst upp hjá þeim eftir að foreldrar þeirra létust.
Ég á eins og flestir fjögur sett af langöfum og -ömmum en mig vantar myndir þeim í móðurættina.
Það er farið að slá svo í mig að ég stóð mig engan veginn á veiðunum í gær. Kvenfélagskonur mættu klukkan sex, sumar fyrr held ég, og við vorum að til eitt um nóttina. Ég var svo upptekin af því að koma vel fyrir í Kvenfélaginu að karlpeningurinn sat alveg á hakanum. Ég var að vísu látin vera ,,á hlaupum" þ.e. að fylla á hlaðborðið svo ég var mikið í salnum. Gat þ.a.l. gjóað augum í allar áttir. Treysti því auðvitað að ég hafi sést líka svo tilvera mín ætti nú að fara að berast um sveitir. Klukkan eitt þegar ég hefði getað farið að dansa þá var ég bara orðin ,,þreytt, slæpt með verk í baki" og vildi bara fara heim að sofa. Dansaði samt einn dans við einhleypan karlmann. Ég reyndi, ég vil að það sé fært til bókar!
Umsjónamaður Ýdala bauð mér að vera á barnum næstu helgi í afmælisveislu sem þá verður haldin. Ég þáði það vissulega.
Umsjónamaður Ýdala bauð mér að vera á barnum næstu helgi í afmælisveislu sem þá verður haldin. Ég þáði það vissulega.
laugardagur, október 29, 2005
I'm movin' on
I've dealt with my ghosts and I've faced all my demons
Finally content with a past I regret
I've found you find strength in your moments of weakness
For once I'm at peace with myself
I've been burdened with blame, trapped in the past for too long
I'm movin' on
I've lived in this place and I know all the faces
Each one is different but they're always the same
They mean me no harm but it's time that I face it
They'll never allow me to change
But I never dreamed home would end up where I don't belong
I'm movin' on
I'm movin' on
At last I can see life has been patiently waiting for me
And I know there's no guarantees, but I'm not alone
There comes a time in everyone's life
When all you can see are the years passing by
And I have made up my mind that those days are gone
I sold what I could and packed what I couldn't
Stopped to fill up on my way out of town
I've loved like I should but lived that I shouldn't
I had to lose everything to find out
Maybe forgiveness will find me somewhere down this road
I'm movin' on
I'm movin' on
I'm movin' on
Rascal Flatts
I've dealt with my ghosts and I've faced all my demons
Finally content with a past I regret
I've found you find strength in your moments of weakness
For once I'm at peace with myself
I've been burdened with blame, trapped in the past for too long
I'm movin' on
I've lived in this place and I know all the faces
Each one is different but they're always the same
They mean me no harm but it's time that I face it
They'll never allow me to change
But I never dreamed home would end up where I don't belong
I'm movin' on
I'm movin' on
At last I can see life has been patiently waiting for me
And I know there's no guarantees, but I'm not alone
There comes a time in everyone's life
When all you can see are the years passing by
And I have made up my mind that those days are gone
I sold what I could and packed what I couldn't
Stopped to fill up on my way out of town
I've loved like I should but lived that I shouldn't
I had to lose everything to find out
Maybe forgiveness will find me somewhere down this road
I'm movin' on
I'm movin' on
I'm movin' on
Rascal Flatts
föstudagur, október 28, 2005
fimmtudagur, október 27, 2005
Ég spurði samkennara mína að því í dag hvort þeir hefðu fengið sölumann í heimsókn í gær. Jú, jú. Svo var ég spurð hvort mér hefði ekki fundist heimsóknin skemmtileg. nei, mér fannst hún afar lítt skemmtileg. ,,Hreytti hann í þig ónotum þegar þú vildir ekki kaupa?" Þetta er víst bara tilfellið með blessaðan manninn.
Pantaði bækur og tvo DVD diska frá Amazon 7. september. Sendingin er loksins komin til landsins. Ég er búin að faxa leyfi til Póstsins að hann megi opna pakkann í leit að vörureikningi. (Eins og ég hafi átt eitthvert val, hu.) Hann fannst ekki svo ég þurfti að senda reikning. Ég faxa kreditkortareikninginn minn. Nei, það er ekki nógu gott. Þ.e.a.s. ef eg vil ekki láta tolla allt í topp. Ég forwarda staðfestingunni frá Amazon í tölvupósti. Nei, það er ekki heldur nógu gott. What the bloody fuck! Viljiði bara drulla pakkanum mínum hingað!
Pantaði bækur og tvo DVD diska frá Amazon 7. september. Sendingin er loksins komin til landsins. Ég er búin að faxa leyfi til Póstsins að hann megi opna pakkann í leit að vörureikningi. (Eins og ég hafi átt eitthvert val, hu.) Hann fannst ekki svo ég þurfti að senda reikning. Ég faxa kreditkortareikninginn minn. Nei, það er ekki nógu gott. Þ.e.a.s. ef eg vil ekki láta tolla allt í topp. Ég forwarda staðfestingunni frá Amazon í tölvupósti. Nei, það er ekki heldur nógu gott. What the bloody fuck! Viljiði bara drulla pakkanum mínum hingað!
miðvikudagur, október 26, 2005
Just walk away.
Bankað upp á klukkan 10 að kveldi í skítakulda. Sölumaður sem átti one-hit-wonder á níunda áratugnum stendur fyrir utan. ,,Hérna erum við með stóóórkostlegt tilboð fyrir kennara. Úr torfbæjum inn í tækniöld. Bara 3000 á mánuði í átta skipti. Í kaupauka (einhver bók) upp á 15 þúsund. Þetta er bók sem allir kennarar þurfa." Jáhá. Enn ein bókin. Sem bókmenntafræðinemi og seinna sem útskrifaður bókmenntafræðingur hef ég nú fengið ófá stórkostlegu tilboðin. Og akkúrat núna er fjárhagsstaðan ekki góð, nagladekkin bíða, dýrt matvöruverð úti á landi og kennarar bara ekki með þessi stórkostlegu laun sem margir halda. Besides, bókin kemur væntanlega á bókasafn fljótlega ef ég þarf á henni að halda. Þessum sölumanni kemur þetta bara ekki við. Svo ég svara: ,,Nei, takk. Hef ekki áhuga." Sölumaðurinn ofboðslega hneykslaður: ,,Ekki áhuga... Hvað kennir þú?" ,,Ég kenni allt. Ég er sérkennari." Um leið og hann labbar í burtu, yfir sig hneykslaður og nánast sorgmæddur: ,,Hef ekki áhuga. Ég hef aldrei heyrt kennara segjast ekki hafa áhuga." Ókey,ég veit að það er kvöld og skítakuldi og þetta er örugglega vanþakklátt starf en.. Hann hefur ekki rétt a því að gefa það í skyn að fagvitund minni sé eitthvað ábótavant þótt ég hafi ekki áhuga á þessari bók. Aukinheldur, næst þegar hann bankar upp á að kvöldi eða degi, í nístingsgaddi eða sól þá er alveg ljóst að ég mun ekki hafa áhuga.
Bankað upp á klukkan 10 að kveldi í skítakulda. Sölumaður sem átti one-hit-wonder á níunda áratugnum stendur fyrir utan. ,,Hérna erum við með stóóórkostlegt tilboð fyrir kennara. Úr torfbæjum inn í tækniöld. Bara 3000 á mánuði í átta skipti. Í kaupauka (einhver bók) upp á 15 þúsund. Þetta er bók sem allir kennarar þurfa." Jáhá. Enn ein bókin. Sem bókmenntafræðinemi og seinna sem útskrifaður bókmenntafræðingur hef ég nú fengið ófá stórkostlegu tilboðin. Og akkúrat núna er fjárhagsstaðan ekki góð, nagladekkin bíða, dýrt matvöruverð úti á landi og kennarar bara ekki með þessi stórkostlegu laun sem margir halda. Besides, bókin kemur væntanlega á bókasafn fljótlega ef ég þarf á henni að halda. Þessum sölumanni kemur þetta bara ekki við. Svo ég svara: ,,Nei, takk. Hef ekki áhuga." Sölumaðurinn ofboðslega hneykslaður: ,,Ekki áhuga... Hvað kennir þú?" ,,Ég kenni allt. Ég er sérkennari." Um leið og hann labbar í burtu, yfir sig hneykslaður og nánast sorgmæddur: ,,Hef ekki áhuga. Ég hef aldrei heyrt kennara segjast ekki hafa áhuga." Ókey,ég veit að það er kvöld og skítakuldi og þetta er örugglega vanþakklátt starf en.. Hann hefur ekki rétt a því að gefa það í skyn að fagvitund minni sé eitthvað ábótavant þótt ég hafi ekki áhuga á þessari bók. Aukinheldur, næst þegar hann bankar upp á að kvöldi eða degi, í nístingsgaddi eða sól þá er alveg ljóst að ég mun ekki hafa áhuga.
Þar sem ég hef legið í pest, vírusútbrotum og almennum aumingjaskap ákvað ég að gera eitthvað til að auka mér hreysti. Sem sönn íslensk kona þyrfti ég að taka lýsi og sofa í fersku lofti. Kyntir ofnar og lokaðir gluggar væru bara fyrir kveifar og pestargemsa. Mér fannst þetta ekki alveg jafn sniðugt í morgun þegar ég vaknaði í 11 stiga frosti og hafði ekki hina minnstu löngun til að stinga tá undan sæng.
Seinni partinn var kennarafundur og á meðan hann var að hefjast þá lagði ég fram formlega kvörtun: Mér hafði ekki verið gerð grein fyrir því í atvinnuviðtalinu í vor að ég mætti eiga von á því að vakna í 11 stiga gaddi. ,,11 stiga frost! Hva! Bíddu þar til það fer í 20 stig." Sem ku vera algengt. Komin í kvörtunarham vildi ég ekki láta slá mig út af laginu og kvartaði undan því að mér hefði ekki heldur verið gerð grein fyrir því að hér gæti veðurhamur orðið slíkur ófært yrði á milli húsa. ,,Ásta mín, þú spurðir ekki."
Að mér læðist sá lúmski grunur að á mig hafi verið leikið.
Seinni partinn var kennarafundur og á meðan hann var að hefjast þá lagði ég fram formlega kvörtun: Mér hafði ekki verið gerð grein fyrir því í atvinnuviðtalinu í vor að ég mætti eiga von á því að vakna í 11 stiga gaddi. ,,11 stiga frost! Hva! Bíddu þar til það fer í 20 stig." Sem ku vera algengt. Komin í kvörtunarham vildi ég ekki láta slá mig út af laginu og kvartaði undan því að mér hefði ekki heldur verið gerð grein fyrir því að hér gæti veðurhamur orðið slíkur ófært yrði á milli húsa. ,,Ásta mín, þú spurðir ekki."
Að mér læðist sá lúmski grunur að á mig hafi verið leikið.
þriðjudagur, október 25, 2005
Það er svo brjálað félagslíf hérna að ég kemst bara ekki yfir allt og verð að velja og hafna. Kvenfélagsfundur og sameiginleg kirkjukórsæfing sama kvöldið. Ég valdi kirkjukórinn, lofaði mér þangað á undan. Söng millirödd núna og hélt lagi svona þokkalega. Hinar milliraddirnar hjálpuðu mér mikið, sungu í eyrað á mér og útskýrðu nóturnar. Það var bara verulega gaman. Er búin að komast að því að mér finnst mjög gaman að syngja.
Verð greinilega að drífa mig að fjárfesta í nöglum. Mér reyndara fólk hefur enga trú á að snjóa leysi fyrr en í vor.
Verð greinilega að drífa mig að fjárfesta í nöglum. Mér reyndara fólk hefur enga trú á að snjóa leysi fyrr en í vor.
mánudagur, október 24, 2005
Til hamingju með daginn!
Það er vetrarfrí í skólanum í dag (já kennarar eiga ógeðslega gott, frí í lange baner og blabla) svo ég fór til Reykjavíkur um helgina. Klukkan þrjú í dag átti ég pantaðan tíma hjá tannlækni þar sem ég braut upp úr krónísku tönninni einu sinni sem oftar og svo flaug ég klukkan fimm. Ég skrópaði sem sagt á fundinn. Og sé alveg rosalega eftir því! Rosalega er ég ánægð hversu margar konur mættu á fundinn og segir okkur það að þrátt fyrir allt blaður og kjaftæði og feministahatur þá eru konur meðvitaðar og átta sig á stöðunni. Frábært stelpur!
Það er vetrarfrí í skólanum í dag (já kennarar eiga ógeðslega gott, frí í lange baner og blabla) svo ég fór til Reykjavíkur um helgina. Klukkan þrjú í dag átti ég pantaðan tíma hjá tannlækni þar sem ég braut upp úr krónísku tönninni einu sinni sem oftar og svo flaug ég klukkan fimm. Ég skrópaði sem sagt á fundinn. Og sé alveg rosalega eftir því! Rosalega er ég ánægð hversu margar konur mættu á fundinn og segir okkur það að þrátt fyrir allt blaður og kjaftæði og feministahatur þá eru konur meðvitaðar og átta sig á stöðunni. Frábært stelpur!
sunnudagur, október 23, 2005
Sunnudagshugvekjan.
Einu sinni var gamall prestur úti á landi. Hann bjó við fjörð og var hægt að stytta sér leið yfir fjörðinn þegar var fjara. Einu sinni sem oftar ákveður séra Jón að stytta sér leið yfir fjörðinn. Gallinn var hins vegar sá að séra Jón var orðinn aldurhniginn og hæggengur og byrjaði að flæða að á meðan hann var enn að ganga yfir. Þegar sjórinn var kominn upp að læri kom að bátur og séra Jóni er boðið far. ,,Nei" svarar séra Jón ,,Guð sér um sína" og heldur göngu sinni áfram. Þegar sjórinn er kominn upp að bringuspölum kemur annar bátur og séra Jón innilega hvattur til að þiggja far. ,,Nei" svarar séra Jón aftur ,,Guð sér um sína". Endar með að flæðir alveg að og séra Jón drukknar.
Séra Jón fer auðvitað beint til himnríkis og er hleypt inn. Nema hvað að hann er illa pirraður og heimtar viðtal við Guð prontó sem hann fær. Þegar hann kemur fyrir Guð er hann fúll og spyr hvað það eigi eiginlega að þýða að láta dyggan þjón til 50 ára bara drukkna si sona eins og ekkert sé. Þá segir Guð: ,,En Jón minn, ég sendi tvo báta."
Mér var sagður þessi brandari í menntó fyrir mörgum árum síðan og þó svo ég muni brandara illa þá hef ég alltaf munað þennan. Hann segir nefnilega talsvert mikið.
Um daginn var ég að horfa á Hildago og í einu atriðinu lendir keppandi í kviksyndi. Aðalhetjan kemur að en sá í kviksyndinu segist ekki vilja neina hjálp, Guð ætli honum að deyja þarna. Ég sat heima hjá mér og spurði sjónvarpið af hverju í ósköpunum maðurinn héldi að Guð hefði sent manninn til hans ef hann ætti að deyja þarna.
Eins og allir vita þá var ég með ægilega pest fyrir stuttu. Ekkert þráði ég heitar en til væri lyf við pestinni sem gæti læknað hana. Svo ég fór að spá af hverju sumt fólk neitaði læknishjálp af trúarástæðum. Hver heldur það eiginlega að hafi fundið upp lyfin? Þegar maður er veikur er þá ekki lyf eða aðgerð sem getur bætt líðanina eða jafnvel bjargað lífi manns kraftaverk?
Af hverju ætlumst við til að kraftaverk séu stór í sniðum? Af hverju á Guð að koma á brennandi eldvagni með halastjörnurnar á eftir sér til að við föttum að góðir hlutir eru að gerast? Stundum eru bestu hlutirnir ósköp einfaldir og smáir.
Einu sinni var gamall prestur úti á landi. Hann bjó við fjörð og var hægt að stytta sér leið yfir fjörðinn þegar var fjara. Einu sinni sem oftar ákveður séra Jón að stytta sér leið yfir fjörðinn. Gallinn var hins vegar sá að séra Jón var orðinn aldurhniginn og hæggengur og byrjaði að flæða að á meðan hann var enn að ganga yfir. Þegar sjórinn var kominn upp að læri kom að bátur og séra Jóni er boðið far. ,,Nei" svarar séra Jón ,,Guð sér um sína" og heldur göngu sinni áfram. Þegar sjórinn er kominn upp að bringuspölum kemur annar bátur og séra Jón innilega hvattur til að þiggja far. ,,Nei" svarar séra Jón aftur ,,Guð sér um sína". Endar með að flæðir alveg að og séra Jón drukknar.
Séra Jón fer auðvitað beint til himnríkis og er hleypt inn. Nema hvað að hann er illa pirraður og heimtar viðtal við Guð prontó sem hann fær. Þegar hann kemur fyrir Guð er hann fúll og spyr hvað það eigi eiginlega að þýða að láta dyggan þjón til 50 ára bara drukkna si sona eins og ekkert sé. Þá segir Guð: ,,En Jón minn, ég sendi tvo báta."
Mér var sagður þessi brandari í menntó fyrir mörgum árum síðan og þó svo ég muni brandara illa þá hef ég alltaf munað þennan. Hann segir nefnilega talsvert mikið.
Um daginn var ég að horfa á Hildago og í einu atriðinu lendir keppandi í kviksyndi. Aðalhetjan kemur að en sá í kviksyndinu segist ekki vilja neina hjálp, Guð ætli honum að deyja þarna. Ég sat heima hjá mér og spurði sjónvarpið af hverju í ósköpunum maðurinn héldi að Guð hefði sent manninn til hans ef hann ætti að deyja þarna.
Eins og allir vita þá var ég með ægilega pest fyrir stuttu. Ekkert þráði ég heitar en til væri lyf við pestinni sem gæti læknað hana. Svo ég fór að spá af hverju sumt fólk neitaði læknishjálp af trúarástæðum. Hver heldur það eiginlega að hafi fundið upp lyfin? Þegar maður er veikur er þá ekki lyf eða aðgerð sem getur bætt líðanina eða jafnvel bjargað lífi manns kraftaverk?
Af hverju ætlumst við til að kraftaverk séu stór í sniðum? Af hverju á Guð að koma á brennandi eldvagni með halastjörnurnar á eftir sér til að við föttum að góðir hlutir eru að gerast? Stundum eru bestu hlutirnir ósköp einfaldir og smáir.
föstudagur, október 21, 2005
Það eru þrjár kirkjur á svæðinu svo sóknin okkar er ekkert sérstaklega stór og kórinn þá ekki heldur. Þar sem það voru bara sex söngfuglar mættir í gær þá var mér ekki hent út þótt ég syngi alveg skelfilega falskt. Mér hafði nebbla verið skipað á bekk hjá sópranunum en ég er ekki sópran. Fór ég því illilega út af laginu og háu tónarnir.. jeddúdamía. Kórstjóranum fannst þetta ekkert mál og ég verð sett hjá milliröddunum næst. Ég reyndi að syngja með mínu nefi en það að hafa sópran í eyranu á sér truflar ótrúlega og ég fór auðvitað að reyna að halda í við þær. O, jæja, þetta gengur bara betur næst.
Ákvað í líta við í skólanum á heimleiðinni þótt ég eigi ekki að kenna þar í dag og þá voru börn úti í Hollí Hú. Frábært, það vöknuðu bara gamlar minningar.
Góð grein hjá Daníel í dag.
Ákvað í líta við í skólanum á heimleiðinni þótt ég eigi ekki að kenna þar í dag og þá voru börn úti í Hollí Hú. Frábært, það vöknuðu bara gamlar minningar.
Góð grein hjá Daníel í dag.
fimmtudagur, október 20, 2005
Þá er fyrsta kirkjukórsæfingin að bresta á. Nú er bara hvort það er make or break! Vona mér verði ekki bara hent út.Verð auðvitað að læra syngja fyrst ég er komin hingað í Þingeyjarsýslu. M.a.s. búin að svíkja mínar reykvísku rætur og kaupa bol sem á stendur: Ég er Þingeyingur. Það er bara lítil hvít lygi. Það vita allir að ég var bara að styrkja ungmennafélagið.
Af aðalmálinu er það að frétta að útbrotin standa sterk sína plikt. Mér til mikillar mæðu. Ég er komin með marbletti eftir klór.
Af aðalmálinu er það að frétta að útbrotin standa sterk sína plikt. Mér til mikillar mæðu. Ég er komin með marbletti eftir klór.
miðvikudagur, október 19, 2005
scratch scratch scratch scratch scratch scratch scratch ...
Er reyndar búin að komast að því að vírusútbrotin eru alveg ágætis agastjórnunartæki. Þegar mann klæjar, þá klórar maður gjörsamlega ómeðvitað svo allir sem umgangast mig vita að ég er með útbrot. Þau leyna sér heldur ekkert. Svo var nemandi með ókyrrð akkúrat þegar ég var að klóra svo ég spurði hvort ég ætti að klóra dauða vírusa yfir hann. það þótti honum ekki spennandi og snarþagnaði. Reyndar spunnist upp umræður um það hvort vírusinn væri örugglega dauður. Ég er ekki alveg viss en það hlýtur að vera fyrst mér er batnað og líkaminn er að henda honum út. Hann er alla vega mjög veiklaður. Nema auðvitað að þetta sé eitthvert dreifingartrikk. Ég veit ekki...
PS. Mér er alveg sama þótt þetta sé enn eitt útbrotabloggið. Þetta er mjög dómínerandi þáttur í lífi mínu þessa dagana!
Er reyndar búin að komast að því að vírusútbrotin eru alveg ágætis agastjórnunartæki. Þegar mann klæjar, þá klórar maður gjörsamlega ómeðvitað svo allir sem umgangast mig vita að ég er með útbrot. Þau leyna sér heldur ekkert. Svo var nemandi með ókyrrð akkúrat þegar ég var að klóra svo ég spurði hvort ég ætti að klóra dauða vírusa yfir hann. það þótti honum ekki spennandi og snarþagnaði. Reyndar spunnist upp umræður um það hvort vírusinn væri örugglega dauður. Ég er ekki alveg viss en það hlýtur að vera fyrst mér er batnað og líkaminn er að henda honum út. Hann er alla vega mjög veiklaður. Nema auðvitað að þetta sé eitthvert dreifingartrikk. Ég veit ekki...
PS. Mér er alveg sama þótt þetta sé enn eitt útbrotabloggið. Þetta er mjög dómínerandi þáttur í lífi mínu þessa dagana!
þriðjudagur, október 18, 2005
Sveitungi minn setti doktorsritgerðina sína í póst í dag. Í tilefni af því bauð konan hans okkur heim í smá surprise veislu. Nú væri kominn tími til að slappa af og boðið upp á pizzu og kók. Það þykir mér nú ekki ónýtt og hugsaði mér gott til glóðarinnar. En pestarófétið hefur haft þau áhrif, þótt farið sé (7, 9, 13) að ég get ekki borðað jafnmikið og mig langar til að borða! Það er bara glatað. Það er ekkert minna en hneykslanlegt framferði.
Hins vegar varð þetta hin ánægjulegasta kvöldstund, margt spjallað og krakkarnir skammaðir fyrir að sækja of mikið í nammið og gaman.
Hins vegar varð þetta hin ánægjulegasta kvöldstund, margt spjallað og krakkarnir skammaðir fyrir að sækja of mikið í nammið og gaman.
mánudagur, október 17, 2005
Ég þori varla að segja það af ótta við að jinxa því en.. Ég held mér sé að batna. Mér liði ofboðslega vel ef mig klæjaði ekki svona alls staðar. Útbrotin eru sem sagt út um allt. Nema á andlitinu. Thank God for small favors.
Reyndar fannst samstarfsfólki mínu útbrotin, sem sjást á höndunum á mér, svo óspennandi og óaðlaðandi að ég var eiginlega fæld aftur til læknis. Svo ég mætti aftur á Heilsugæsluna. Komin í áskrift bara. Læknirinn sagði mér að þetta væru mjög dæmigerð vírusútbrot. Líkaminn væri að losa sig við veiruna. (Yeah! Baby! Out of my house! Out, I say!) Það væri lítið við þessu að gera annað en þrauka og kannski bera á sig hýdrókortisón til að draga úr kláða. Þið megið geta hver var mætt í Apótekið nokkrum mínútum seinna. Orðin fastagestur þar líka. O, jæja. En mér er sem sagt (7, 9, 13) að batna.
Reyndar fannst samstarfsfólki mínu útbrotin, sem sjást á höndunum á mér, svo óspennandi og óaðlaðandi að ég var eiginlega fæld aftur til læknis. Svo ég mætti aftur á Heilsugæsluna. Komin í áskrift bara. Læknirinn sagði mér að þetta væru mjög dæmigerð vírusútbrot. Líkaminn væri að losa sig við veiruna. (Yeah! Baby! Out of my house! Out, I say!) Það væri lítið við þessu að gera annað en þrauka og kannski bera á sig hýdrókortisón til að draga úr kláða. Þið megið geta hver var mætt í Apótekið nokkrum mínútum seinna. Orðin fastagestur þar líka. O, jæja. En mér er sem sagt (7, 9, 13) að batna.
sunnudagur, október 16, 2005
Móðir mín hefur miklar áhyggjur af mér og veikindunum. Sérstaklega af því að ég er svona hinum megin á landinu. Ég reyndi að hugga hana með því að húsvörðurinn hefði lykla að íbúðinni og ef ég mætti ekki til vinnu án þess að melda mig veika þá yrði tékkað á mér. Líkið myndi alla vega ekki rotna lengi. Mömmu fannst það lítill léttir. Það er ósköp huggulegt að eiga mömmu sem hefur áhyggjur af manni. Jafnvel þótt ég sé hálffertug.
Annars er það af pestinni að segja að ég er komin með dálitla líflöngun. Mig er farið að langa til að gera eitthvað annað en bara að þjást ekki. Það hlýtur nú að teljast batamerki. Að vísu hef ég verið að sannfæra mig um að hitt og þetta sé batamerki síðastliðna daga en allt kemur fyrir ekki. Einhvern tíma hlýtur þetta nú samt að ganga yfir. Ég trúi ekki öðru. Annars fer ég bara aftur til læknisins. Þeir hljóta nú að geta læknað eina and.. ælupest!
Annars er það af pestinni að segja að ég er komin með dálitla líflöngun. Mig er farið að langa til að gera eitthvað annað en bara að þjást ekki. Það hlýtur nú að teljast batamerki. Að vísu hef ég verið að sannfæra mig um að hitt og þetta sé batamerki síðastliðna daga en allt kemur fyrir ekki. Einhvern tíma hlýtur þetta nú samt að ganga yfir. Ég trúi ekki öðru. Annars fer ég bara aftur til læknisins. Þeir hljóta nú að geta læknað eina and.. ælupest!
laugardagur, október 15, 2005
föstudagur, október 14, 2005
You scored as Carrot Ironfounderson. You are Captain Carrot Ironfounderson of the City Watch in the greatest city on the Disc â Ankh-Morprok! A truly good natured, honest guy, who knows everyone, and is liked by all. Technically a dwarf, but only by adoption. Youâd rather not be reminded that you are the true heir to the throne, but that does explain why people naturally follow your ordersâ¦
Which Discworld Character are you like (with pics) created with QuizFarm.com |
Ég veit reyndar ekkert hvað þetta discworld er...
Fékk nasasjón af norðlenskum vetri í morgun. Það hefur að vísu verið snjór hérna siðastliðinn mánuð en núna er allt á kafi. Í morgun skóf eg bílinn að venju en gat ómögulega brotið klakann af rúðunum. Og hann fór ekki þessa 13 kílómetra sem eru að meðferðarheimilinu og allur hiti og blástur á fullu. Svo komst ég því þegar ég var að reyna að brjóta klakann að puttarnir á mér væru orðnir stífir af kulda. Það er miður október! Oh my God, hvernig verður þetta! Hér er bæði skafið og samdað (stundum) en ekki vegurinn að heimilinu auðvitað. Það var alveg með naumundum að ég sæi hann og auk þess skóf snjórinn botninn á Subarunum. Hann komst þetta alveg, audda. (Mig langar samt í nýja Pajeroinn.)
fimmtudagur, október 13, 2005
Greip til örþrifaráða í gær, strauk úr vinnunni og fór til læknis. Strokið var framið í hinu íslenska kraftaverkatrausti að ég fengi bara pillur sem ,,redduð'essu." Því var nú ekki að heilsa. Var sett í rannsóknir því lækninum fannst flensan orðin ansi langvinn og vildi tryggja að ég væri ekki alvarlega veik. Niðurstaðan var sú að ég er ekki alvarlega veik og svo var ég send heim. Ókey, allt gott að vita að maður sé ekki fárveikur en... I'm still bloody sick! Að vísu, og ég viðurkenni þetta með semingi, þá er það sálfræðilega gott að vita að þetta sé bara pest. Ég var reyndar búin að komast að því þegar ég sá að bloggrúnturinn er að veikjast og var farin að halda að þetta væri tölvuvírus (ha, ha, I'm so funny) því pestin var ekki komin á Norð-Austurlandið. En hún er komin núna. Ég er búin að dreifa henni.
þriðjudagur, október 11, 2005
Dröslaðist í vinnu í dag og hafði það þokkalegt fram eftir degi. Hef að vísu enga matarlyst sem er 0ryggt sjúkdómseinkenni. Það er bara eitthvað sjúkt við það að langa ekki til að borða. Keyrði svo á 20 til Húsavíkur til að fjarfesta í kóka kóla sem ég hef eftir öruggum heimildum að sé gott í maga. Hér er sem sagt hvorki skafið sandað né saltað. Doesn't seem like it alla vega. Þegar ég kom heim réðst pestin á mig og ég hörfaði undan upp í rúm. Þetta er búin að vera mjööög langvinn pest og ef mér batnar ekki á morgun gríp eg til örþrifaráða. Eins og leita læknis eða eitthvað svoleiðis. Veit ekkert hvað er um að vera í þjóðfélaginu en sýnist a því litla sem ég hef séð að sápuóperan sé á fullri fart. Þá hef ég ekki misst af miklu.
mánudagur, október 10, 2005
Það sem er merkilegast við þetta Baugsmál allt saman er einmitt hvað ákæruvaldið vinnur málið illa. Jón Ásgeir kom inn á þetta á Stöð 2. ,,Hvað með þá sem hafa ekki bolmagn til að standa uppi í hárinu á þessu fólki?" Þessi málatilbúnaður minnti mig óþægilega mikið á Geirfinnsmálið á sínum tíma og hvernig það var unnið. Hversu ofboðslega er búið að brjóta á fólki hérna?
Þessu skyldu:
Það var hreinlega erfitt að sitja undir þessu viðtali í nýja þættinum.
Þessu skyldu:
Það var hreinlega erfitt að sitja undir þessu viðtali í nýja þættinum.
Ég er lasin. Það er gjörsamlega glatað. Búið að líða ömurlega alla helgina. Hélt mér væri batnað í morgun og var á leiðinni út um dyrnar þegar morgunmaturinn ákvað að benda mér á að mér væri hreint ekki batnað. Need I say more? þetta er eina pestin sem ekki er hægt að harka af sér eða dópa niður. Og það að vera veikur kennari er það sama og þjást af samviskubiti.
Yfirleitt þegar ég er veik (sem er nú betur fer ekki oft) þá skreiðist ég heim til mömmu og læt hana hugsa um mig. Get það ekki núna. I miss my mummy!
Yfirleitt þegar ég er veik (sem er nú betur fer ekki oft) þá skreiðist ég heim til mömmu og læt hana hugsa um mig. Get það ekki núna. I miss my mummy!
sunnudagur, október 09, 2005
Gott að hafa rétt til þess að segja já.
Ef myndin er skoðuð sést hversu stórt svæði þetta er. Hins vegar á Aðaldalur ekki að sameinast Laugum þótt þær séu í sama dalnum. Aðaldalur og Reykjadalur er sami dalurinn en nei, þeir eiga ekki að sameinast. Þetta eru fífl, með tveimur bjeum.
Ef myndin er skoðuð sést hversu stórt svæði þetta er. Hins vegar á Aðaldalur ekki að sameinast Laugum þótt þær séu í sama dalnum. Aðaldalur og Reykjadalur er sami dalurinn en nei, þeir eiga ekki að sameinast. Þetta eru fífl, með tveimur bjeum.
laugardagur, október 08, 2005
Þetta er undarlegt lýðræði. Ég er að fara að kjósa um sameiningu sveitafélaga á eftir. En þótt ég sé að kjósa í fyrsta skipti um sameiningu, og þá meina ég sameiningu sem skiptir mig e-u máli, þá eru Aðaldælingar ekki að kjósa um þetta í fyrsta skipti. Gott ef þetta er ekki í þriðja sinn. Sameiningu hefur alltaf verið hafnað hér. Helstu rökin eru þau að svæðið sem á að sameina er alltof stórt. Við eigum, svo dæmi sé tekið, að sameinast Raufarhöfn og þangað er rúmlega tveggja tíma akstur. Svæðið er alltof stórt og þessi sameiningarhugmynd er fáránleg. Það versta við þetta allt saman er að þótt sameiningu hafi verið hafnað áður aðallega vegna þess að svæðið sé of stórt þá ekkert tillit tekið til þess. Nei, svæðið er bara stækkað. Svo er kosið aftur og aftur og aftur þangað til fólk gefst upp og segir já. Þá er náttúrulega líka búið að hóta minna framlagi úr Jöfnunasjóði og svoleiðis. Það eru ekki bara Aðaldælingar sem búa við svona skrítið lýðræði, það er fullt af sveitafélögum sem hafa þann lýðræðislega rétt að segja já. Þetta minnir óneitanlega á vinnubrögð Evrópusambandsins sem lætur þjóðir kjósa þar til ,,rétt" niðurstaða fæst. Hins vegar er það afar merkilegt í ljósi umræðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur í fyrra sem þykja alveg ómögulega vegna kostnaðar að það er hægt að kjósa aftur og aftur um sameiningu. Það er ekki of dýrt. Þetta er alveg merkilegt lýðræði. Um sumt er hægt að kjósa aftur og aftur en um annað fæst ekki einu sinni ein atkvæðagreiðsla.
fimmtudagur, október 06, 2005
Fékk mikla Akureyrarlöngun í dag sem ég lét auðvitað undan Eyddi fullt af pening sem ég hélt ég ætti. Kom síðan upp úr dúrnum að ég átti miklu minna en ég hélt. Oh, well, maður lifir bara einu sinni. Er samt fegin að ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa gestarúm þar sem ég sá ekki fram á að geta flutt það í mínum fjallabíl. Það þýðir að ég get borðað út mánuðinn. Þótt það sé bara hafragrautur. Þetta er nú ekki alveg svo slæmt. Komst að því mér til mikillar gleði að Akureyringar eiga alvöru bókabúð sem ég sleppti mér samt ekki í fyrst ég er búin að finna sálufélaga í glæpareyfurum. Keypti bara eina teiknimyndasögu. Svo til að fullkomna gleði mína þá átti Bónus CRUNCHY MUESLI!!! I'm a happy, happy cookie!
miðvikudagur, október 05, 2005
Í fyrradag varð ég sárlega móðguð á meintu þjónustufyrirtæki í næsta kaupstað. Í gær vaknaði ég upp og allt var orðið hvítt aftur og flughált á vegum. Síðar um daginn fékk ég launaseðilinn minn og þá fór ég bara að gráta. Var að velta fyrir mér búsetu- og atvinnumöguleikum þegar ég rak augun í að það hafði verið dregin af mér þreföld húsaleiga. Hringdi strax og komst að því að þetta voru hrein og klár mistök. Þá byrjaði sólin allt í einu að skína og jörð var orðin auð aftur.
Ég lifi mjög dramatísku lífi.
Ég lifi mjög dramatísku lífi.
þriðjudagur, október 04, 2005
"Father" only means that you're taking care of your children -- that's what it is to be a father. "Father" doesn't mean that you're havin' some babies. Anybody can have a baby. Havin' a baby does not make you father...
There's another word for it: It's called "responsibility." Malcolm X
Mér finnst Malcolm góður ræðumaður og er með upptöku með honum This goverment has failed ussem ég ætla að láta 10. bekkinn hlusta á á morgun. En ég finn ræðuna ekki uppskrifaða á netinu! Damn, damn, damn!
There's another word for it: It's called "responsibility." Malcolm X
Mér finnst Malcolm góður ræðumaður og er með upptöku með honum This goverment has failed ussem ég ætla að láta 10. bekkinn hlusta á á morgun. En ég finn ræðuna ekki uppskrifaða á netinu! Damn, damn, damn!
mánudagur, október 03, 2005
Þar sem rúnturinn Aðaldalur-Reykjavík-Aðaldalur er talsverður spotti þá var kominn tími á að smyrja bílinn. Ég rúlla til Húsavíkur og inn þar sem ég sé fyrstu smurstöðina. Nei, þá eru menn löööngu hættir að smyrja þar en mér er bent á Bílaþjónustuna ehf. sem er rétt hjá. Ég fer þangað en enginn er inni svo ég fer alla leið inn á kaffistofu þar sem allir sitja í kaffi. Ég spyr hvort það sé hægt að fá smurningu á bílinn hjá þeim. Já, klukkan fjögur. Þá vantaði klukkuna tuttugu mínútur í. Ég fer út í Kaskó og versla sem tekur ekki nema tíu mínútur, þá dóla ég eitthvað og fer svo aftur á smurstöðina þegar klukkuna vantar 5 mínútur í. Aftur inn á kaffistofu þar sem allir eru í kaffi. Ég ákveð að reyna að slá á létta strengi og segi ,,Hva, voðalega gengur klukkan hægt hjá ykkur. Mín er orðin 5 mínútur í." Eina sem ég fæ við þessu er eitthvert ,,Jájá" svo er bara þögn og svipur. Mjög ákveðinn svipur. Ég hrökklast náttúrulega bara út svo ég sé ekki að trufla fólk í kaffitímanum með einhverju ómerkilegu eins og því að borga í laununum þeirra. Þar sem ég veit ekki um neina aðra smurstöð í bænum ákveð ég að láta mig hafa það og bíða. Rétt eftir fjögur, þegar útvarpið er búið að hringja inn fréttir, er opnað. Svo er bíllinn smurður, örugglega ágætlega. Þegar ég fer að borga þá spyr ég smurmanninn og gjaldkerann hvort það sé almennur siður í bænum að allir sitji í kaffi á sama tíma, ég sé nýflutt norður og þekki ekki allar venjur. Jú, jú, það er víst tilfellið, allir í kaffi milli hálffjögur og fjögur. Nema í búðunum þar sem er skipst á að fara í kaffi. En svona sé þetta í öllum þjónustufyrirtækjum. Ég segist ekki kannast við þetta úr Reykjavík en það sé gott að vita þetta. Þá segir maðurinn að þeir þurfi að vinna svo lengi til sex og sjö á kvöldin og þurfi því pásu. Skil það, mér finnst bara undarlegt að það þurfi allir að vera í pásu á sama tíma. Læt hins vegar ónefndan þann möguleika að kannski myndi upsskiptur kaffitíma auka framleiðni svo þeir þyrftu ekki að vinna svona lengi. Svo spyr ég hvort það sé önnur smurstöð í bænum. Sem betur fer er það. En ,,það er örugglega svona þar líka." Það getur vel verið það er bara gott að hafa val. Það var augljóst að viðmælendum mínum fannst eitthvað að sér vegið enda get ég líka sett upp svip og ákveðna tóna í röddina. Hin smurstöðin selur líka dekk svo ég get keypt nagladekkin hjá þeim. Því ég mun ekki ónáða Bílaþjónustuna aftur með viðskiptum mínum. Hvorki í kaffitímanum né á öðrum tímum.
sunnudagur, október 02, 2005
Komin til baka úr sollinum.
Jósefína greyið skildi ekkert í því af hverju ég elti hana á röndum með myndavélina.
Ætlaði að setja inn fleiri myndir en Blogger var með múður. Það er ekki hægt að eyða miklum tíma í að reyna hitt og þetta þegar hver mínúta í netsambandi telur! Mér finnst það alveg feeerlega ósanngjarnt að við sveitafólkið skulum ekki sitja við sama borð og borgarbúar þegar kemur að upplýsingasamfélaginu. Og hana nú!
Jósefína greyið skildi ekkert í því af hverju ég elti hana á röndum með myndavélina.
Ætlaði að setja inn fleiri myndir en Blogger var með múður. Það er ekki hægt að eyða miklum tíma í að reyna hitt og þetta þegar hver mínúta í netsambandi telur! Mér finnst það alveg feeerlega ósanngjarnt að við sveitafólkið skulum ekki sitja við sama borð og borgarbúar þegar kemur að upplýsingasamfélaginu. Og hana nú!
laugardagur, október 01, 2005
Ég ákvað mér til upplyftingar að fara í helgarheimsókn til Reykjavíkur. Heiðarnar voru örlítið hálar en ekkert óskaplega, alla vega gekk ferðin ágætlega. Það var ekki fyrr en ég var komin í gegnum göngin og lenti í lestum að ferðalagið fór að verða skeinuhætt. Ég varð nefnilega að fara fram úr. Þoli ekki traffík og fjölda fólks. þess vegna flutti ég út á land. Nebbnilega. Fyrst ætlaði ég að fljúga en það er rándýrt. Ákvað það bara í vikunni að fara og þá voru öll nettilboðin búin. Mér finnst þetta brjálæðislega dýrt samt.
Sit nú við tölvu litlu systur með ADSL tengingunni og er alveg gáttuð á hraðanum! Það er ekki skrýtið að reikningurinn hafi verið hár fyrir norðan, innhringisambandið er svo slow! Maður skoðar nokkrar síður og klukkutíminn er búinn.
Snotra tók mér með ákveðinni varúð þegar ég kom í gær en virðist vera að átta sig á hver ég er. Kom hlaupandi til mín morgun og upp í fangið á mér. Oh, hvað ég vildi ég gæti tekið hana með mér.
Sit nú við tölvu litlu systur með ADSL tengingunni og er alveg gáttuð á hraðanum! Það er ekki skrýtið að reikningurinn hafi verið hár fyrir norðan, innhringisambandið er svo slow! Maður skoðar nokkrar síður og klukkutíminn er búinn.
Snotra tók mér með ákveðinni varúð þegar ég kom í gær en virðist vera að átta sig á hver ég er. Kom hlaupandi til mín morgun og upp í fangið á mér. Oh, hvað ég vildi ég gæti tekið hana með mér.
fimmtudagur, september 29, 2005
Þá eru fregnir af eiginmannsleitinni loksins farnar að berast um sveitir og hafa borist einum hagyrðingi sýslunnar. Fékk ég þetta upplesið og afhent í morgun:
Ein er mær í maka leit
mætt í Aðaldalinn,
æskufögur ung og heit
afbragðs kvinna talin.
Piparsveinar pússa tönn
punta sig og laga,
raka sig í óða önn
inn svo magann draga.
Árangur það bestan ber
að byrja strax frá grunni.
Á Hraunsréttinni hreyktu þér
og hrútasýningunni.
Ef þeir ljósið ekki sjá
eða fara að reyna,
andskotinn þá eiga má
alla piparsveina.
Gangi þetta illa er
ekkert sem að heitir,
fljótt þú leitar fyrir þér
og ferð í aðrar sveitir.
Friðrik Steingr.
Ein er mær í maka leit
mætt í Aðaldalinn,
æskufögur ung og heit
afbragðs kvinna talin.
Piparsveinar pússa tönn
punta sig og laga,
raka sig í óða önn
inn svo magann draga.
Árangur það bestan ber
að byrja strax frá grunni.
Á Hraunsréttinni hreyktu þér
og hrútasýningunni.
Ef þeir ljósið ekki sjá
eða fara að reyna,
andskotinn þá eiga má
alla piparsveina.
Gangi þetta illa er
ekkert sem að heitir,
fljótt þú leitar fyrir þér
og ferð í aðrar sveitir.
Friðrik Steingr.
miðvikudagur, september 28, 2005
Vorum að fá vondar fréttir af Jósefínu. Krabbameinið er komið á fulla fart aftur og spurningin er hvort við viljum setja hana í stóra aðgerð upp á von og óvon fyrir nokkra mánuði eða láta svæfa hana mjög fljótlega. Öll rök og skynsemi mæla með seinni kostinum. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta óskaplega sárt.
þriðjudagur, september 27, 2005
Er Syndaflóðið taka 2 skollið á eða hvað? Hér er úrhelli út í eitt. Vaknaði við dembuna í morgun og enn rignir eins og hellt sé úr fötu. Heimamenn hafa mikinn áhuga á úrkomumælingum en ekki fást gefnar upp tölur frá Staðarhóli. Leikur grunur á að mælirinn sé rigndur í kaf.
Heimamenn hafa hins vegar ekki mikinn áhuga á Baugsruglinu og skilja ekki hvað er verið að traktera almenning á þessu kjaftæði. Tek ég undir það enda orðin löggiltur heimamaður í þessari sveit. Alveg er mér sama hver sendi hverjum tölvupóst og um hvað og enn meira sama er mér um hver svaf hjá hverjum. Áhugi DV á hjásofelsi er bara sóðalegur. Frænka mín er gift þessum ritstjóra og ég vona að ef þetta er satt þá hafi hún ekki verið að komast að þessu í gær, á sama tíma og öll þjóðin. Það má stundum hugsa um annað og meira en bara það að selja blöð.
Heimamenn hafa hins vegar ekki mikinn áhuga á Baugsruglinu og skilja ekki hvað er verið að traktera almenning á þessu kjaftæði. Tek ég undir það enda orðin löggiltur heimamaður í þessari sveit. Alveg er mér sama hver sendi hverjum tölvupóst og um hvað og enn meira sama er mér um hver svaf hjá hverjum. Áhugi DV á hjásofelsi er bara sóðalegur. Frænka mín er gift þessum ritstjóra og ég vona að ef þetta er satt þá hafi hún ekki verið að komast að þessu í gær, á sama tíma og öll þjóðin. Það má stundum hugsa um annað og meira en bara það að selja blöð.
sunnudagur, september 25, 2005
Uppgjör
Einu sinni hefur ástin mig brennt
ekki skyldi blint í sjóinn rennt.
Rýndi vel í augna þinna blá blik
blundi þar í nokkurt vafahik.
Sem barn öllum trúði orðum þínum
eldvörnum hratt í burtu mínum.
Baða mig í sólarbjarmans geisla
beið mín þar hamingjunnar veisla.
Trúlegt allt þú gerðir, allt þú sagðir
á einn hátt reglulegt mynstrið lagðir.
Þar sem allir sáu, allir vissu
og öll við gerðum svo sömu skyssu.
Allvel minnist allrar þinnar ræðu,
orðin mín festu ekki næðu.
Allt þitt látbragð, allur góði leikur
lifir ei bál þótt sjáist reykur.
Hafa mér víst orðið mistökin á
en mjög svo aldregi áður fyrr brá
er í heimsókn kom að húsi þínu
og hurðin skall á andliti mínu.
Köld og undrandi stend ég utanhúss
Uppáklædd vel í fína mitt púss
Aðeins skerandi þjáning við mér skín.
Skuldfærist þetta bara á grín?
Vona’ að tár mín smá þér gleði gefi,
gönuhlaup mitt þinn trega sefi.
Reyndar mér að vita vænt um þætti:
Veröldin metur píslarvætti?
Nú ég þetta fíflahlutverk frábið
farsa þeim í þú settir á svið.
Eini sá er verkið gagnrýnt getur
Guðs er vörður hann Lykla-Pétur.
And that's the end of that.
Einu sinni hefur ástin mig brennt
ekki skyldi blint í sjóinn rennt.
Rýndi vel í augna þinna blá blik
blundi þar í nokkurt vafahik.
Sem barn öllum trúði orðum þínum
eldvörnum hratt í burtu mínum.
Baða mig í sólarbjarmans geisla
beið mín þar hamingjunnar veisla.
Trúlegt allt þú gerðir, allt þú sagðir
á einn hátt reglulegt mynstrið lagðir.
Þar sem allir sáu, allir vissu
og öll við gerðum svo sömu skyssu.
Allvel minnist allrar þinnar ræðu,
orðin mín festu ekki næðu.
Allt þitt látbragð, allur góði leikur
lifir ei bál þótt sjáist reykur.
Hafa mér víst orðið mistökin á
en mjög svo aldregi áður fyrr brá
er í heimsókn kom að húsi þínu
og hurðin skall á andliti mínu.
Köld og undrandi stend ég utanhúss
Uppáklædd vel í fína mitt púss
Aðeins skerandi þjáning við mér skín.
Skuldfærist þetta bara á grín?
Vona’ að tár mín smá þér gleði gefi,
gönuhlaup mitt þinn trega sefi.
Reyndar mér að vita vænt um þætti:
Veröldin metur píslarvætti?
Nú ég þetta fíflahlutverk frábið
farsa þeim í þú settir á svið.
Eini sá er verkið gagnrýnt getur
Guðs er vörður hann Lykla-Pétur.
And that's the end of that.
laugardagur, september 24, 2005
Í gærkvöldi var haldið þingeyskt kennarapartý með grísku ívafi. Maturinn var mjög góður og tókst flestum að borða sér til óbóta. Svo var sungið. Það er sko ekkert íslenskt fyllerísgaul í þingeyskum partýum, neineinei, hér er sungið raddað og prófessjonalt. Ég sé ekki fram á að komast í kirkjukórinn.
Um miðbik var ég kölluð upp á svið og tilkynnt formlega að hingað væri komin einhleyp kennslukona með miklar væntingar. Best að taka það fram núna að það makar voru með svo þetta var ekki bara mitt samstarfsfólk. Því miður væri fátt um fína drætti eftir í sveitinni svo ekki víst að eiginmaður fyndist handa konunni. Það versta við þetta allt saman væri að pipraða kennslukonan hefði alveg sætt sig við að fá að hafa kött en það væri bannað. Því hefði konan keypt köttinn í sekknum. Svo fékk ég kött í sekk að gjöf. Þá þurfti líka að segja frá því að þegar þau voru að reyna að fá upplýsingar um óskir mínar þá hafði ég svarað því til að ég hefði engar sérþarfir, væri orðin 35 ára og örvæntingarfull. Að vísu kom ég því seinna á framfæri að ég vildi enga kvennabósa. Þessu var öllu komið formlega til skila í veislunni.
Kosturinn við þetta var sá að þar sem konur eru í meirihluta í starfsliðinu þá voru karlarnir þeirra mættir og karlar þekkja karla. Skyndilega var farið að ræða á öllum borðum um möguleg eiginmannsefni og treysti ég á að koma mín fari nú að berast um sveitir. Við komumst nefnilega að því um daginn að markaðssetningu minni væri eitthvað ábótavant.
Svo voru auðvitað kveðnar vísur og sungið meira og mjög gaman.
Um miðbik var ég kölluð upp á svið og tilkynnt formlega að hingað væri komin einhleyp kennslukona með miklar væntingar. Best að taka það fram núna að það makar voru með svo þetta var ekki bara mitt samstarfsfólk. Því miður væri fátt um fína drætti eftir í sveitinni svo ekki víst að eiginmaður fyndist handa konunni. Það versta við þetta allt saman væri að pipraða kennslukonan hefði alveg sætt sig við að fá að hafa kött en það væri bannað. Því hefði konan keypt köttinn í sekknum. Svo fékk ég kött í sekk að gjöf. Þá þurfti líka að segja frá því að þegar þau voru að reyna að fá upplýsingar um óskir mínar þá hafði ég svarað því til að ég hefði engar sérþarfir, væri orðin 35 ára og örvæntingarfull. Að vísu kom ég því seinna á framfæri að ég vildi enga kvennabósa. Þessu var öllu komið formlega til skila í veislunni.
Kosturinn við þetta var sá að þar sem konur eru í meirihluta í starfsliðinu þá voru karlarnir þeirra mættir og karlar þekkja karla. Skyndilega var farið að ræða á öllum borðum um möguleg eiginmannsefni og treysti ég á að koma mín fari nú að berast um sveitir. Við komumst nefnilega að því um daginn að markaðssetningu minni væri eitthvað ábótavant.
Svo voru auðvitað kveðnar vísur og sungið meira og mjög gaman.
föstudagur, september 23, 2005
Var að fá gjörsamlega skelfilegan reikning frá Símanum. Fyrir utan það að vera sá hæsti símreikningur sem ég hef fengið um ævina þá er hann einnig merkilegur fyrir þær sakir að ég er ekki skráður notandi hjá Símanum. Þar sem ég þarf að borga grunnáskrift fyrir línuna því mitt fyrirtæki er ekki með grunnlínu í Aðaldalinn þá ákváðu þeir að rukka mig bara líka fyrir notkunina. Hæsti hlutinn er netsambandið en Síminn er með hærra mínútugjald sem og innhringigjald sem mitt fyrirtæki er ekki með. Þannig að ég hef verið að fara á netið nokkrum sinnum á dag í svo og svo langan tíma í trausti þess að ég þurfi ekki að borga neitt innhringigjald. Þegar ég fékk reikningi9nn hringdi ég í Símann til að spyrja hvernig þeim dytti þetta í hug og þurfti að biða í 25 mínútur eftir samtalsbili. Ekki ánægð. Þetta hefur verið leyst svona nokkurn veginn. Mínum kostnaði verður mætt en mér reiknast samt til að ég sé að tapa einhvað á þessu. Fyrirtækin kenna hvort öðru um og alsaklaus neytandinn tapar. Týpískt.
fimmtudagur, september 22, 2005
Samkennarar mínir voru að líkja mér við fellibylinn Rítu ég væri farin að sækja svo í mig veðrið. Skil ekkert í þessu, hélt ég væri að fara varlega að þeim. Tóku því samt mjög góðlega að ég stæli bæði bekkjum og tímum í dag til að sýna Forrest Gump. Verkefnið sem þau eiga að vinna er á flottu síðunni minni. (Ég er ferlega ánægð með sjálfa mig, sko!)
Að mínum prívatmálum þá er ég búin að panta tíma í klippingu svo faxið fer að fjúka. Og það er búið að hafa samband við einn ógiftan bróður fyrir mína hönd og fleiri í sigtinu. Þetta er allt að bresta á:)
PS: Það er mynd af sætum smáhundi í flottri lopapeysu í Skránni (húsvískur fréttamiðill)í dag. Mér finnst ég hafa séð módelið og peysuna áður?
Að mínum prívatmálum þá er ég búin að panta tíma í klippingu svo faxið fer að fjúka. Og það er búið að hafa samband við einn ógiftan bróður fyrir mína hönd og fleiri í sigtinu. Þetta er allt að bresta á:)
PS: Það er mynd af sætum smáhundi í flottri lopapeysu í Skránni (húsvískur fréttamiðill)í dag. Mér finnst ég hafa séð módelið og peysuna áður?
miðvikudagur, september 21, 2005
Ég gleymdi (aaalveg óvart) að taka vigtina með mér hingað norður. Búin að vera ægilega ánægð og sannfærð um að ég sé að grennast. Svo í gær rúntaði ég til Húsavíkur að kaupa ýmislegt eins og eldhúsljós og ákvað að kaupa baðvog því ég var orðin talsvert forvitin um hversu mikið ég væri búin að léttast. Þessi andstyggilega, húsvíska viðurstyggðarvigt er bara algjört drasl og handónýt. Handónýt, segi ég!
þriðjudagur, september 20, 2005
5 tilgangslausar staðreyndir um mig.
1) Ég er algjörlega ósynd og er haldin alvarlegri snú-snú fötlun. Kemst aldrei út úr hoppi og enda alltaf á því að snúa.
2) Það var ekki fyrr en ég var orðin 29 ára sem ég gat hlaupið einhverja vegalengd án þess að standa á öndinni. Þá fyrst uppgötvaðist að ég er með áreynslu- og ofnæmisasma og ég fékk púst.
3) Þegar ég var barn-táningur fóru amma Didda og afi Ármann til Parsar og komu með tvo langröndótta trefla handa mér og stóru systur. Minn var með skærari litum og ég gekk með hann lengi lengi. Var farin að þekkjast á honum. Litla systir nappaði honum síðan og hann varð þekktur á henni líka. Núna á ég trefil stóru systur og nota talsvert. Æðislegir treflar.
4) Maðurinn sem var sérhannaður handa mér á himnum neitar að horfast i augu við örlög sín og skyldur gagnvart alheiminum.
5) Það er þrennt sem mig langar til í lífinu: Gefa út bók, fara á þing og verða rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Maður á víst að klukka 5 aðra en mér sýnist flestallir vera búnir. Ég klukka því bara Veigu", BKNE manninn og Heljarreið.
Update. Þar sem Snjófus er tölvutengd (ég hrapaði að ályktunum) þá fær hún hér með klukk:)
1) Ég er algjörlega ósynd og er haldin alvarlegri snú-snú fötlun. Kemst aldrei út úr hoppi og enda alltaf á því að snúa.
2) Það var ekki fyrr en ég var orðin 29 ára sem ég gat hlaupið einhverja vegalengd án þess að standa á öndinni. Þá fyrst uppgötvaðist að ég er með áreynslu- og ofnæmisasma og ég fékk púst.
3) Þegar ég var barn-táningur fóru amma Didda og afi Ármann til Parsar og komu með tvo langröndótta trefla handa mér og stóru systur. Minn var með skærari litum og ég gekk með hann lengi lengi. Var farin að þekkjast á honum. Litla systir nappaði honum síðan og hann varð þekktur á henni líka. Núna á ég trefil stóru systur og nota talsvert. Æðislegir treflar.
4) Maðurinn sem var sérhannaður handa mér á himnum neitar að horfast i augu við örlög sín og skyldur gagnvart alheiminum.
5) Það er þrennt sem mig langar til í lífinu: Gefa út bók, fara á þing og verða rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Maður á víst að klukka 5 aðra en mér sýnist flestallir vera búnir. Ég klukka því bara Veigu", BKNE manninn og Heljarreið.
Update. Þar sem Snjófus er tölvutengd (ég hrapaði að ályktunum) þá fær hún hér með klukk:)
mánudagur, september 19, 2005
Damn, damn, damn. Fékk góðfúslegt leyfi til að downloada HotPotatos í skólanum, bjó til prufu ooogggg... gat up-loadað henni á síðuna en,og hér verð ég fúl, ég get bara linkað á hana. Ég get sem sagt ekki látið krossakönnun koma í beinu framhaldi af einhverri ægilegri speki en síðan mun verða uppfull af mikilli speki. Það er alla vega planið. Reyndar er það mikil framför að geta yfirhöfuð linkað á könnuna svo ég ætti sennilega að vera ánægð með það. Í bili.
Lagði formlega fram umsókn hjá hjónabandsmiðlara staðarins. ,,Gjöra svo vel að finna mann handa mér." Það er því komið í gang.
Lagði formlega fram umsókn hjá hjónabandsmiðlara staðarins. ,,Gjöra svo vel að finna mann handa mér." Það er því komið í gang.
sunnudagur, september 18, 2005
"Is it safe?" spurði tannlæknirinn í Marathon Man. Gandálfur spurði þess sama þegar hann kom til Fróða þegar hann grunaði um hvaða hring væri að ræða. Mig minnir að Pulla hafi spurt að þessu einhvern tíma og það var sveimandi í höfðinu á mér að ég hefði heyrt þetta í annarri bíómynd líka. Og þar kom það.
laugardagur, september 17, 2005
fimmtudagur, september 15, 2005
miðvikudagur, september 14, 2005
Það fer ekkert jafn ofboðslega í taugarnar á mér og tölvuvesen. Ég hef mikinn áhuga á vefverkefnum handa krökkunum, gagnvirkum æfingum og svoleiðis og að þau æfi sig almennt og yfirleitt á tölvu og skilji að h?n er gott vinnut?ki en ekki bara leikjat?ki. ? gamla sk?lanum haf?i ?g sm? heimas??u ? vegum sk?lans sem ?g var b?in a? koma m?r upp ?rlitlu safni. Fyrrverandi yfirmenn voru bara mun flj?tari en ?g ? sn?ningum og voru b?nir a? loka s??unni ??ur en ?g n??i nokkru af henni. Frekar f?lt. N?i sk?linn er ekki a ADSL tengdu sv??i og ? raun l?ti? a? gerast ? t?lvum?lum sveitarinnar. Sk?linn hefur ekkert l?n og t?lvu- og netm?l ?ll ? ?lestri. Fjarskiptafyrirt?kjum er bara nokk sama um landsv??i?.
Svo ??an var eg a? reyna a? n? ? heimas??u einhvers sta?ar ?ti ? hinum st?ra heimi. S?lsa?i undir mig l?ni? astakennari.tk og ??ttist g?? me? mig. Nei, ekki aldeilis. ?g er bara hreint ekki a? fatta d?mi?. ?urfti a? f? m?r n?ja s??u ? blogger til a? vísa á og er því bara með ,,bloggsíðu" en ekki ,,vefsíðu". Hver er þá tilgangurinn með þessu tk, ég bara spyr. Hélt að ég ætti að fá einhverja meiri möguleika. Urr...
Svo ??an var eg a? reyna a? n? ? heimas??u einhvers sta?ar ?ti ? hinum st?ra heimi. S?lsa?i undir mig l?ni? astakennari.tk og ??ttist g?? me? mig. Nei, ekki aldeilis. ?g er bara hreint ekki a? fatta d?mi?. ?urfti a? f? m?r n?ja s??u ? blogger til a? vísa á og er því bara með ,,bloggsíðu" en ekki ,,vefsíðu". Hver er þá tilgangurinn með þessu tk, ég bara spyr. Hélt að ég ætti að fá einhverja meiri möguleika. Urr...
þriðjudagur, september 13, 2005
mánudagur, september 12, 2005
sunnudagur, september 11, 2005
It's not about what happened in the past, or what you think might happen in the future. It's about the ride, for Christ's sake. There is no point in going through all this crap, if your are not going to enjoy the ride. And you know what... when you least expect something great might come along. Something better then you even planned for. Irving Feffer
Maður á náttla ekki að lifa eftir bandarískum bíómyndum. Held samt ég hafi gott af því að hafa þetta í huga.
Maður á náttla ekki að lifa eftir bandarískum bíómyndum. Held samt ég hafi gott af því að hafa þetta í huga.
laugardagur, september 10, 2005
Fékk mér fish'n'chips í kvöldmatinn. Átti tilbúinn pakkafisk, kartöflur og svo Ísíó olíu sem ég fjárfesti í í gær. Er sko í pizzauppskriftinni. Svo ég ákvað að djúpsteikja kartöflur. Tókst vel en nú finn ég að ég er að fá aðkenningu að brjóstsviða. Hef verið í hollum og heimalöguðum mat í sveitinni (þetta var reyndar heimalagað líka en meira í skyndibitaætt) og hef ekki haft neina svona kvilla. Svo gæti ég náttla bara verið að eldast og hætt að þola brasað:)
föstudagur, september 09, 2005
Loksins heyrði ég hanann á þarnæsta bæ gala. Það var um þrjúleytið í dag svo ég skil hvað nágrannakona mín meinar þegar hún talar um tímavillta hanann. Mér fannst náttúrulega ferlega sniðugt að heyra hanagal inn um gluggann enda að fara yfrum af væmni hérna í fallegu sveitinni.
Dagurinn hefur verið góður. Dásamlegt veður og litlu villingarnir mínir sætir og góðir.
Hafði heimalagaða pizzu í kvöldmatinn. Setti heilhveiti í staðinn fyrir hveiti. Hef nú stórkostlegar áhyggjur af því að heilhveiti þurfi að bakast lengur en venjulegt hveiti og að gerið sé að gerjast í maganum á mér. Þarf að útfæra pizzugerðina aðeins, þetta heppnaðist ekki eins vel hjá´mér og krökkunum um daginn.
Er búin að komast að því af hverju ég er óvenju slæm í bakinu. Þegar Sjónvarpsmarkaðurinn var ég hét þá keypti ég AB-slider. (Hey! Jackie Chan notar svoleiðis!) Svo þegar ég var að flytja þá fann ég hann rykfallinn inni í skáp. Vegna eiginmannsleitarinnar er ég að reyna að verða mjó og sexý og hef notað græjuna. Fann á netinu í dag að hún er slæm fyrir bakið ef maður er ekki þegar í toppformi með sterkt bak. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sennilega ekki í toppformi. Það kemur mér náttúrulega verulega á óvart.
Dagurinn hefur verið góður. Dásamlegt veður og litlu villingarnir mínir sætir og góðir.
Hafði heimalagaða pizzu í kvöldmatinn. Setti heilhveiti í staðinn fyrir hveiti. Hef nú stórkostlegar áhyggjur af því að heilhveiti þurfi að bakast lengur en venjulegt hveiti og að gerið sé að gerjast í maganum á mér. Þarf að útfæra pizzugerðina aðeins, þetta heppnaðist ekki eins vel hjá´mér og krökkunum um daginn.
Er búin að komast að því af hverju ég er óvenju slæm í bakinu. Þegar Sjónvarpsmarkaðurinn var ég hét þá keypti ég AB-slider. (Hey! Jackie Chan notar svoleiðis!) Svo þegar ég var að flytja þá fann ég hann rykfallinn inni í skáp. Vegna eiginmannsleitarinnar er ég að reyna að verða mjó og sexý og hef notað græjuna. Fann á netinu í dag að hún er slæm fyrir bakið ef maður er ekki þegar í toppformi með sterkt bak. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sennilega ekki í toppformi. Það kemur mér náttúrulega verulega á óvart.
fimmtudagur, september 08, 2005
Brá mér í fótbolta í skólanum áðan. Hljóp af stað og bakverkurinn brjálaðist í fyrsta skrefi og ætlaði mig lifandi að drepa. Ég reyndi nú samt að skrölta aðeins í von um að hann minnkaði þegar ég hitnaði en því var ekki að heilsa. Ég sá engan annan leik í stöðunni en að henda mér á stóru strákana í von um að hægja aðeins á þeim, ég var nefnilega með litlu krökkunum í liði gegn 10. bekk.
Bakverkurinn er óvenju slæmur núna því ég er að reyna að vinna á honum. Hlutirnar þurfa víst alltaf að versna fyrst áður en þeir batna. Ég vona það alla vega. Vona að hann sé ekki bara að versna!
Bakverkurinn er óvenju slæmur núna því ég er að reyna að vinna á honum. Hlutirnar þurfa víst alltaf að versna fyrst áður en þeir batna. Ég vona það alla vega. Vona að hann sé ekki bara að versna!
miðvikudagur, september 07, 2005
Litlu villingarnir mínir sáu um hádegismatinn í dag. Bjuggu til alveg ágætis pizzu. Ég er fegin að ég skyldi taka sénsinn á þessum matreiðslutímum. Þau blómstra alveg í þessu. Bökuðu dýrindis köku í síðustu viku. Verklagni er dýrmætur hæfileiki.
Börnin í skólabyggingunni er búin að kynnast Elvis og Janis og þeim. Kynnti þau formlega fyrir John F. Kennedy í dag. Ekki hægt að segja að ég sé alveg límd við námsbókina.
Fór í kvöld eins og síðastliðið miðvikudagskvöld í gongu með gönguklúbbnum Áttavilltum. Stimplaði mig formlega inn í hann þegar ég rataði varla út úr Húsavík. Við sem sagt fórum til Saltvíkur og gengum þaðan til Húsavíkur. Vorum samt búnar að koma einum bíl þangað. Þegar aftur kom til Húsavíkur þá sýndu heimakonur (eintómar konur í klúbbnum) og sveitavörgunum aðeins í bænum, skrúðgarðinn og annan sem er heimatilbúinn. Þ.e.a.s. maður í bænum útbjó svolítinn sælureit á eitt sinn tómu holti.
Ég fer ekki ofan af því að Húsavík er dásamlegur bær. Bærinn er svo þrifalegur og fallegur. Útsýnið er dásamlegt. Ég spurði hvað hús kostuðu á Húsavík.
Börnin í skólabyggingunni er búin að kynnast Elvis og Janis og þeim. Kynnti þau formlega fyrir John F. Kennedy í dag. Ekki hægt að segja að ég sé alveg límd við námsbókina.
Fór í kvöld eins og síðastliðið miðvikudagskvöld í gongu með gönguklúbbnum Áttavilltum. Stimplaði mig formlega inn í hann þegar ég rataði varla út úr Húsavík. Við sem sagt fórum til Saltvíkur og gengum þaðan til Húsavíkur. Vorum samt búnar að koma einum bíl þangað. Þegar aftur kom til Húsavíkur þá sýndu heimakonur (eintómar konur í klúbbnum) og sveitavörgunum aðeins í bænum, skrúðgarðinn og annan sem er heimatilbúinn. Þ.e.a.s. maður í bænum útbjó svolítinn sælureit á eitt sinn tómu holti.
Ég fer ekki ofan af því að Húsavík er dásamlegur bær. Bærinn er svo þrifalegur og fallegur. Útsýnið er dásamlegt. Ég spurði hvað hús kostuðu á Húsavík.
þriðjudagur, september 06, 2005
mánudagur, september 05, 2005
Frjálst flæði leiðir stundum sannleikann í ljós. Var á kjaftatörn með 10. bekknum sem er algjört undantekningartilfelli í mínum kennslustundum og gerist bara örsjaldan, og við fórum að ræða um bíla. Ég sagði þeim að ég hefði átt Plymouth Volare '79, strætókort og Ford Orion '87. Kosturinn við þessa bíla væri sá að þeir hefði verið sérstakir og ég hefði alltaf fundið þá á augabragði á bílastæðum. Nú þegar ég ætti týpískan, japanskan fjölskyldubíl þá lenti ég alltaf í stökustu vandræðum að finna hann. Þá benti einhver nemandi á að það væri nú ekki mikill bílafloti á stæðunum hér. ,,Nei, einmitt. Þess vegna flutti ég út á land. Til að finna bílinn." A-ha!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...